Þann 6. maí sl. hermdu fréttir um mál hælisleitanda frá Nígeríu, Martin. Hann flúði Nígeríu vegna þess að hann er samkynhneigður.
Martin hafði sótt um hæli í Ítalíu og eytt 9 árum í óvissu áður en hann kom til Íslands í leit að öðru tækifæri til mannlegs lífs.
En Útlendingastofnun kom að þeirri ákvörðun að senda hann aftur til baka til Ítalíu vegna Dyflinnar reglna og innanríkisráðuneytið staðfesti ákvörðun ÚTL.
Eins og margir Íslendingar varð ég fyrir vonbrigðum með þessa frétt. Ég tel að það sé ástæða til staðar fyrir upptöku máls Martins á Íslandi, sem hann hefur óskað eftir, fremur en brottvísun. Helst atriði eru meðal annarra að mínu mati; 1) 9 ára bið hans í Ítalíu skuli reiknast í mat á málið. 2) Á Ítalía dvelja fleiri en 30.000 hælisleitendur og aðstæðurnar þeirra virðist vera mjög slæmar. 3) Betri skilningur á samkynhneigð er til staðar á Íslandi.
En það var eitthvað sem stakk hjarta mitt í þessu máli og vakti hjá mér sorg meira en vonbrigði. Embættismenn í ÚTL eða í ráðuneytinu eru allir vel menntaðir í lögfræði, stjórnsýslufræði eða stjórnmálafræði. Þegar þeir byrjuðu svona nám eða þegar þeir tóku við embættinu, hlutu þeir að hafa eigin draum eða eið, sem var líklega að ,,vernda hið góða og hvetja í samfélaginu, og hindra ranglæti og losa okkur undan því. Slíkt má segja að sé sameiginleg ósk alls fólks og liggur til grundvallar í samfélagi okkar. Það er e.t.v. einfaldara að orða en hugtakið mannréttindi, en án þeirrar óskar væri ekki hægt að stýra þróun samfélagsins til framtíðar.
Engu að síður, er raunveruleikinn sá að þeir vel menntuðu sérfræðingar virðast vera ánægðir með að senda saklausan einstakling til baka í vonlausar óvissu þar sem hann hefur nú þegar eytt 9 árum. Ætti þetta að vera svona?
Ég ætla alls ekki að fullyrða að starfsfólk eins og í ÚTL eða ráðuneytinu sé vont fólk. En samt ef því finnst sjálft að eitthvað eigi að vera leiðrétt hvað varðar ákvörðun um mál Martin, þá verður það að bera fram einhverja hugsun eða stefnutillögu fyrir samfélagið.
Ég óska þess innilega að yfirvöld gefi okkur áþreifanleg og jákvæð viðbrögð við málinu.
(Prestur innflytjenda, 15. maí 2013 FrB)