,,Varst þú þar, þegar þeir krossfestu
Drottin minn?
Varst þú þar, þegar þeir krossfestu Drottin minn?
Ó, stundum veldur það mér til að skjálfta, skjálfta, skjálfta.
Varst þú þar, þegar þeir krossfestu Drottin minn?”
,,Were you there, when they crucified my Lord?“: Þetta https://www.acheterviagrafr24.com/achat-viagra/ er sálmur sem er oft kallaður „Negro-spiritual“ eða sálmur Bandaríkjamanna sem eru af afrískum uppruna. Það sem er áhugavert í þessum
sálmi er að sungið er „Varst þú þar“ og spurt hvort þú eða ég hafi verið viðstaddur/stödd við krossfestingu Jesú eða ekki.
Ef við hugsum málið í bókstaflegri merkingu, þá svörum við auðvitað: „Nei, við vorum ekki. Krossfesting Jesú átti sér stað fyrir tvö þúsund árum, hvernig gætum við þá hafa verið viðstödd?“ En við hikum samt við að svara á þann hátt, af því að við skiljum að spurningin varðar ekki sögulegt atriði, heldur hefur
hún dýpri merkingu um samband okkar við Drottinn.
Spurningin sem spyr hvort við værum viðstödd við atburðinn fyrir
tvö þúsund árum er visst röklega skrýtin, en merking spurningarinnar kemur upp jafnvel skýrara og sterkara einmitt vegna þess.
,,Varst þú þar, þegar þeir krossfestu Drottinn minn?“ Þessi spurning feykir burtu tvö þúsund árum og allt í einu erum við neydd til þess að standa í kastljósi þar sem við getum ekki falið okkur án þess að svara spurningunn.
Trú.is