Ég sé oftar en ekki umfjöllun í fjölmiðlum um fjölda útlendinga í fangelsi á Íslandi. Í hvert skipti segir umfjöllunin frá því hve stórt hlutfall útlenskra fanga er.
T.d. var bent á það að 91 útlendingur sátu af sér dóm á árinu 2012 með yfirsögninni ,,Metfjöldi útlendinga í fangelsi”, í Fréttablaðinu 18. febrúar sl.
Fangarými í fangelsum eru samtals um 150 hérlendis og að sjálfsögðu var það ekki eins og að allir 91 útlenskir fangar voru í fangelsum samtímis. En fréttaskýringin var raunar mjög stutt og sagði ekki sérstaklega frá því atriði.
Ég fór yfir umfjöllun um sama efni í öðrum miðlum, en næstum öll umfjöllun er stutt og gefur ekki lesendum nægilegar upplýsingar að mínu mati. En með því að bera saman bækur sýndist mér að stærri mynd kæmi í ljós.
Meðaltal útlenskra fanga í fyrra var 27 og eru samtímis 18% af heildarfjölda fanga. En samtímis eru 456 menn á biðlista eftir afplánum í fangelsum (13. feb. Mbl.).
Því miður gat ég ekki fundið út hvað voru margir útlendingar á listanum. Ef 90% af þeim sem eru á biðlistanum eru Íslendingar, þá breytist heildarmyndin talsvert. Nokkur umfjöllun um útlendinga í fangelsi bendir á tilhneigingu í dómskerfi hérlendis í þá átt að útlendingur fær fangelsisdóm í máli sem Íslendingur myndi hugsanlega fá skilorðsbundinn dóm(20.júl.2012 DV).
Dæmi sem getur stutt þessa ábendingu eru dómar yfir hælisleitendum sem notað hafa falsvegabréf við komu til landsins eða verið stöðvaðir hafa hér á ferðalagi sínu. Viðkomandi fær 30 daga dóm og þetta er framkvæmt án tafar. Hvað sátu margir hælisleitendur í fangelsi í fyrra?
Ef það er svona, útskýrir það hvers vegna hlutfall útlendinga í fangelsum er frekar hátt. Hverjar eru staðreynd málsins?
Skýrari mynd óskast
Í ofangreindri umfjöllun Fréttablaðsins 18. febrúar sl. var líka bent á hækkandi hlutfall útlenskra fanga sem búsettir voru á Íslandi. Árið 2012 var það um 40%, en á árið 2000 var hlutfall útlenskra fanga sem bjuggu á Íslandi aðeins 15% og árið 2005 11%.
En hér er einnig hugsanleg ástæða aukningarinnar. Hún er sú staðreynd að frjálsför launafólks innan ESB/EES tók gildi á Íslandi árið 2006 og fjölda búsettra útlendinga fjölgaði mikið. Því tel ég að það sé eðlileg þróun að hlutfall útlenskra fanga sem búsettir eru á Íslandi hefur aukist, þó að fréttaskýringin hafi ekki snert þennan punkt.
Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er hvorki til að fullyrða að allir útlendingar á Íslandi séu góðir né til að vernda útlendinga hvað sem þeir gera á Íslandi. Ég tel að flestir Íslendingar vilji ekki að glæpmenn koma hingað til að sinna ,,vinnu” sinni. Ég er útlendingur sjálfur, en mig langar líka að afþakka komu útlenskra glæpmanna til Íslands.
Ég held að glæpir eins og mannsal eða fíkniefnasmygl séu alvarlegt mál og ég hef enga vilja til að vernda mann sem fremur slíkan glæp án tillits til þess hvort viðkomandi sé íslenskur, japanskur eða annað. Ef glæpum sem eru tengdir útlendingum eykst, þá er það mikilvægt að ræða um málið.
En til þess þurfum við að fá aðeins nákvæmari og nánari upplýsingar. Því langar mig að biðja fjölmiðlafólk um að kanna málið betur sjálft og veita okkur fullnægjandi umfjöllun um svona mikilvægt málefni.
(Prestur innflytjenda, 16. apr. 2013 Toshiki.blogg.is)