Enn rennur upp hátíðartímabil. Fermingarmessa og pálmasunnudagsmessa í hverri kirkju og bráðum koma páskar. En rétt eins og jólunum, þá er ég langt í burtu frá hinu stóra sviði hátíðarviðburðanna. Ég öfunda pínulítið aðra presta sem stjórna þessum hátíðum. En hins vegar hef ég nóg á minni könnu og það sem meira er, ég nýt þess mikið!
Undanfarna daga hefur aðstoð við flóttafólk aukist bersýnilega þar sem hvorki Reykjavíkurborg né Reykjanesbær hefur getað tekið á móti fleira flóttafólki og Útlendingastofnun verður að aðstoða það í þeirra hversdagslífi. En stofnunin er hins vegar ekki faglegur aðili í umönnun fólks og um stundarsakir varð algjört kaos. Sífellt koma upp óvæntar þarfir. „Mig vantar rakvél,“: sagði maður. Hann átti ekki krónu. Rakvél? Er það nokkur rakvél í leigu í bænum?
Á ákveðnu tímabili gat fólk á einu gistiheimilinu ekki notað þvottavélina þar. „Við erum í sömu fötunum í lengur en viku.“ Því bauð ég fólki að koma í Neskirkju og þvo þar. Það tók fjóra tíma að þvo og þurrka föt og nærföt þriggja manns. Ég kynntist því óvænt þvottaherberginu í kjallara safnaðarheimilis Neskirkju!
Heimsókn fólks á flótta er orðin hversdagslegur hlutur í lífi mínu, aðstoð við einfalda hluti eins og innkaup matar, að kynna þeim fyrir borg og bæ og fleira. Í síðustu viku varð slys og maður var fluttur á spítala með sjúkrabíl. Bæði kallaði ég á sjúkrabílinn og eins vitjaði ég sjúklingsins á hverjum degi.
Auk þess byrjaði ég frá og með janúar á „átaksverkefni“ sem er að fylgjast með flóttafólki í messu. Það er of erfitt fyrir það að sækja messu sem er á íslensku, tungumálið er hindrun. Því sæki ég það og fer með því, fyrir hádegi og einnig eftir hádegi, stundum í Reykjanesbæ. Þetta er sem sagt eins konar „fylgdarþjónusta.“
Áður fannst mér skrýtið þegar ég sá prest sem var alltaf í prestskyrtu. Sjálfur var ég aðeins í henni þegar ég annaðist athöfn í kirkju. En núna er ég í
prestsskyrtu alla daga – frá mánudegi til sunnudags. Get ekki farið úr henni. Að sjálfsögðu eru margir á meðal flóttafólks
sem ekki eru kristnir og því tek ég stundum af „kragann“ úr hálsinum til að minnka „kristilegt einkenni“. Þjónustan hjá mér er fyrir alla sem óska eftir henni án tillitis til þess hvaða trú viðkomandi aðhyllast.
Samt fel ég ekki að ég sé prestur kirkjunnar. Mér finnst óheiðarlegt að fela hver maður er í raun. Nú kallar margt fólk mig „Father Toshiki“. Það er heiðurstitill finnst mér. Ég kann vel við hann. „Fylgdarþjónusta Father Toshiki“!
Þjónustan sem ég er í núna líkist frekar djáknaþjónustu en prestsþjónustu. Ísleningar eru hrifnir að skipta hlutverki meðal sín: prestsþjónustu, djáknaþjónustu eða starfsemi trúboða. En slík hlutverkaskipting er aðeins tæknileg en ekki kjarnamál þjónustunnar að mínu mati. Í Japan þar sem ég var skírður, var þetta þrennt í sömu í einni prestsþjónustu. Heilaga þrenningin.
Að sjálfsögðu hlusta ég einnig á sögu fólks um flótta og geri ýmislegt sem hægt að gera til að styðja við fólkið. Það er jú talsverð mikil vinna í raun. Samt gætuð þið haldið: „Allt of mikið sem er ekki tengt fagnaðareindi“.
En fylgdarþjónustan er mikilvæg, af því að hún aðstoðar fólk í hversdagslífi þeirra eða brýtur það upp. Að þvo þvotta, fara saman í innkaupaleiðangur eða að vaska upp eftir matinn, allt er þetta hluti af hversdagslífi fólks.
Og ekki er hægt að skilja bænir frá hversdagslífinu. Með því að deila hversdagslegum hlutum hvert með öðru, eykst samstaða í bænargjörð efalaust mikið. Þegar bænir verða kraftmeiri, finn ég þar ómetanlega náð Guðs og nærveru Jesú.
Það er ákveðin og skýr lína dregin milli fólks á flótta og mín. Fólkið er á flótta, en ekki ég. Þessi munur er raun svo stór að ég get ekki brúað það sjálfur. En Jesús getur. Það er Jesús sem kemur í veg fyrir að þjónustan mín verði „vorkunn blessaðs manns“. Við erum, þrátt fyrir allt, að þiggja öll fylgdarþjónustu Jesú.
Birtingarform prestsþjónusta og kirkjuþjónustu er margvísleg og fjölbreytt. En þær allar spretta út úr sömu rótinni, sem er kærleiki Jesú Krists og hans krossinn.
Gleðilega páska! Drottinn er upprisinn og hann er ekki í gröfInni. Og við erum heldur ekki!
(Prestur innflytjenda, 2. apríl 2015 Trú.is)