Ég hef aðsetur í Neskirkju og ásamt prestum og starfsfólki Neskirkju fagnaði ég því að taka á móti prestastefnu 2011 í byrjun maí.Ýmislegt var rætt á prestastefnunni eins og t.d. Kirkjan.is greindi jafnóðum frá, þ.á.m. sjálfsmynd kirkjunnar, mikilvægi barna og unglingarstarfs kirkjunnar og þróunarmöguleikar á sjálfboðastarfi innan kirkjunnar.
Prestastefnu var slitið með lokamessu með prestunum sem venja er. Þegar messan var búin, tók ég eftir því – eða var m.ö.o. auðséð – að sálmabækur voru bara skildar eftir í sætum í kirkjuhúsinu, eins og þær ættu þar heima. Talsverdur fjöldi prestanna – ekki allir – sá það ekki sem skyldu sína eða ábyrgð að taka sálmabækur, sem þeir voru búnir að nota, með sér og skila í hillurnar.Því þurfti ég að safna sálmabókunum saman og skila í hillur í anddyri á kirkjuhúsinu ásamt starsfólki biskupsstofu og Neskirkju.
Í þessu samhengi langar mig að benda á þrjú atriði:Í fyrsta lagi, hvernig erum við að kenna börnum og unglingum í kirkjustarfi um að taka til eftir starfið? Erum við ekki að kenna þeim að skila hlutum á sinn stað?
Í öðru lagi, hver er andi sjálfboðaþjónustu? Er hann ekki einfaldlega að bjóða sig fram í þjónustu þegar nauðsyn fyrir þjónustu er augljós en enginn er til í að taka það hlutverk að sér? Sáu prestarnir ekki þá eindföldu staðreynd að sálmabækur voru skildar eftir og einhver varð að taka þær til? Viðhorf eins og: „Einhver annar mun gera það“ er langt frá anda sjálfboðaliðans.
Í þriðja og síðasta lagi, ef prestur upplifir að hann er laus frá slíku smáatriði eins og að skila sálmbók til hillu sjálfur, finnst mér hann eigi að fara yfir sjálfsmynd sína sem prestur einu sinni enn, þar sem annað fólk skilur hugsanlega ekki að hann sé laus frá þessari litlu ábyrgð.
Ég er ekki að benda á mistök einhvers annars eða galla sem er erfitt að laga. Sérhver maður, prestur eða ekki, gerir mistök og er með margskonar galla sem manneskja. En það er ekki það sem hér um ræðir. Hér er hreinlega um „agaleysi“ eða „skort á mannasiðum“ er að ræða.
Ég veit að þetta er lítið atriði, sem veldur engum alvarlegum málum. En þegar kirkjan í heild stendur frammi fyrir nauðsyn þess að brúa bil á milli væntinga almennings og sjálfsmyndar kirkjunnar, þurfum við prestar þá ekki að endurskoða skynsemi okkar og hegðun í önnum hversdagsins fyrst og fremst?
Svo áskorun mín er þessi: „Vinsamlegast taktu sálmabók í hönd og skilaðu í hillu sjálf/ur“!
(Prestur innflytjenda; 6. mái 2011 Trú.is)