Ræða á málfundi Heimdallar um innflytjendamál ,,Síbreytilegir innflytjenur – hvað er málið núna?“

Ágæti fundarstjóri og kæru gestir, komið þið sæl og blessuð. Takk kærlega fyrir þetta tækifæri.

Ég heiti Toshiki Toma og starfa í þjóðkirkjunni sem prestur innflytjenda. Ég hóf þessa þjónustu við innflytjendur sem hlutastarf í lok ársins 1993, því hef ég unnið við málefni innflytjenda í tæp 13 ár og hef fylgt þróun málaflokksins í rúman áratug. Margt hefur breyst undanfarin 10 ár, en mér sýnist við vera á ákeðnum tímamótum núna. Ég ætla að útskýra aðeins af hverju ég segi þetta hér á eftir.

En fyrst skulum við skoða nýlegar breytingar er varða málefni innflytjenda. Eins og þið vitið þá var EES eða ESB stækkað í fyrra og “lög um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins” tóku gildi fyrir nýju aðildaríkin eftir 1. maí sl. Fyrir breytinguna voru Póverjar þegar orðnir stærsti innflytjendahópur á Íslandi, en nú er fjölgun innflytjenda frá nýju EES löndum, þ.á.m. er Póland, jafnvel enn meira áberandi.

Samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar var fjöldi nýrra tímabundinna atvinnuleyfa, sem gefin voru út árið 2005, 3.891, þar af 2.708 fyrir fólk frá nýju EES ríkjunum – Það er, 70 % allra tímabundinna atvinnuleyfa!

Ef við skoðum skýrslu Hagstofunnar um búferlaflutninga frá janúar til júni á þessu ári kemur í ljós að 3.262 einstaklingar fluttust til Íslands frá útlöndumá þessu tímabili, en þetta er næstum jafnmargir og fluttust til Íslands allt árið í fyrra en það voru 3. 680 manns. Skýrslan segir ekki hvaðan fólkið kemur en ég leyfi mér að halda að meirihlutinn komi frá nýju EES löndunum sem er stutt með því að samkvæmt Hagstofunni þá voru 80 % þeirra 3956 (242 voru börn yngi en 18 ára) erlendu ríkisborgara sem fengu kennitölur í ágúst og september frá þessum löndum.

Nú skulum við skoða þetta frá öðru sjónarhorni. Pólverjar eru stærsti hópur útlendinga á Íslandi. Árið 2004 voru Pólverjar 1.903. Þeim fjölgaði í 3.221 í árið 2005. Þetta er 70 % aukning, eða aukning í 170%. Með því að skoða önnur gögn má gera ráð fyrir að þeir verði orðnir a.m.k. 5.500 í lok árs. Þetta er aftur hækkun í 170% miðað við í fyrra.

Nú kem ég með dálítið hneykslanlega staðhæfingu en ef Pólverjum fjölgar á sama hátt á komandi árum, munu þeir verða 78.000 eftir 5 ár. Og eftir 8 ár verður fjöldin 380.000. Þá verða Íslendingar orðnir minnihlutahópur árið 2014 ! Til hamingju, Ísland!

En ég segi svona, kannski finnst ykkur ég orðinn ultra þjóðernisinni og haldið að ég sé á móti Pólverjum, en það er ekki það sem ég er að segja.

Að sjálfsögðu verða Íslendingar aldrei minnihlutahópur í eigin landi. Straumur erlendra verkamanna til landsins stöðvast þegar íslenskur vinnumarkaður býður ekki lengur upp á störf fyrir þá. Margir koma núna til að vinna við stóriðju eins og á Kárahnjúkum og má leiða að því líkur að ef íslenska ríkið kýs að halda áfram stóriðjustefnu, þá mun fjöldi erlendra verkamanna halda áfram aðaukast eða a.m.k. að viðhaldast. Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig stjórnvöldin kjósa að bregðast við þessum tenglsum milli innflutnings erlends verkafólks og stóriðjustefnunnar í framtíðinni.

Ástæða þess að ég talaði um fjölgun Pólverja og annara útlendinga frá EES löndunum er að þessar breytingar sem orðið hafa á síðustu árum hafa breytt því hvernig við þurfum að skoða innflytjendamál og vinna að þeim. Hingað til, þessi 10-12 ár sem ég hef fylgst með innflytjendamálum, hafa málefni innflytjenda verið frekar einföld . Það var enginn sérstakur stór hópur nema flóttamannahóparnir, sem komið hafa af og til. Tælendingar og Fillipseyjingar urðu að stóru hópum, en þar sem þeir voru – og eru – í þeim flokki útlendinga sem hafa minnst réttindi og aðgengi að íslensku samfélagi og því þýddi það að vinna fyrir Tælendinga eða Filipseyjinga að maður var að vinna fyrir alla innflytjendur. T.d. að reyna að bæta löggjöf þannig að Tælendingar eða Fillipseyjingar geti fengið dvalarleyfi fyrir aðstandendur sína var réttarbót fyrir ALLA innflytjendur.

En núna er staðan orðin allt önnur. Nú þegar Pólverjar og Litháar, EES útlendingar sem eru að mörgu leyti forréttindahópur innflytjenda, eru orðnir svo margir þá hefur megin áhersla á málefni þeirra dregið úr starfi er varðar réttindamál fólks frá öðrum heimshornum, fólks sem hefur minni rétt.

Þetta getur verið dálitið flókið en ég ætla að reyna að útskýra þetta á einfaldan hátt. Fyrir EES útlendinga eru atvinnuréttindi, dvalarleyfi eða sameining fjölskyldu ekki lengur mikilvæg baráttumál, því að þeir hafa þessi réttindi þegar sem EES útlendingar. Þessi atriði eru ennþá aðal áhyggjuefni útlendinga sem eru frá löndum utan EES svæðisins og eftir lagabreytingar árið 2004, þar sem kveðið er á um 24 ára reglu um dvalarleyfi maka og 66 ára reglu um dvalarleyfi eldri aðstandenda þá eru þessi mál orðin enn erfiðari en áður.

Málið er að ef við horfum á eingöngu stöðu Pólverja og lífskjör þeirra á Íslandi og reynum að bæta þau, þá stitja málefni innflytjenda utan EES á hakanum. M.ö.o. að vinna fyrir aðalhóp innflytjenda á Íslandi er ekki lengur endilega það sama og að vinna fyrir alla innflytjendur á landinu. Að minu mati er afar mikilvægt að gera sér grein fyrir þessu.

Þetta er að sjálfsögðu ekki Pólverjum eða öðrum EES útlendingum að kenna. En samt sem áður þá ber þessi hópur, sem meirihlutahópur útlendinga á Íslandi, ákveðna ábyrgð. Þá kemur annað mál upp í hugann, Þó að meginstraumur innflytjenda á Íslandi sé nú frá EES þá eru þeir samt líka nýr hópur sem ekki hefur endilega umboð til að tala fyrir alla innflytjendur á Íslandi.. Þetta geta verið hleypidómar hjá mér ég játa það og ég mun skipta um skoðun ef annað kemur á daginn.

Góðir gestir. Ég sagði í byrjun að innflytjendamálin á Íslandi séu á tímamótum og ég er búinn að reyna að útskýra af hverju ég segi það. En hvað svo? Hvernig eigum við að bregðast víð þessum tímamótum? Mig langar til að koma með nokkra punkta sem leiðarljós.

a) Þegar við fjöllum um innflytjendmál verður að vera skýrt um hvaða fólk við erum að tala. Innflytjendur eru ekki einsleitur hópur og við verðum að vera meðvituð um að aðstæður og hagsmunir ólíkra hópa eru ekki endilega þeir sömu.

b) Það getur verið hættulegt að hugsa alltaf um “innflytjendur” sem heild. Menn tala um einhvers konar heildarsýn á innflytjendamál þegar í raun er aðeins verið að fást við málefni hluta hópsins. Oft heyrast orð eins og “málsvari” innflytjenda, en við þurfum að gefa gaum að því hvort um er að ræða málsvara allra innflytjenda eða aðeins hluta þeirra.

c) Það er óhjákvæmilegt að aðgreina innflytjendur sem ætla að vera á landinu tímabundið starfs síns vegna, frá þeim sem langar til að setjast hér að. Það er miklvægt að bjóða farandverkafólki á stutt réttindanámskeið, en jafnframt er brýnt að ákveðið “setttlement urging program”, aðlögunarkerfi , sé í boði fyrir aðra innflytjendur. Mikilvægt er t.d. að leiðbeina fólki um ellislífeyrisréttindi sem verður án efa stórmál eftir nokkur ár. Málefni aldraðra innflytjenda er mál sem við verðum að byrja að vinna að núna strax.

d) Að skoða hagsmuni sérhvers innflytjendahóps er ekki það sama og að skipta innflytjendum í ótengda smáhópa. Varðandi íslenskunám, móðurmálkennslu, aðlögun að íslenska samfélaginu o.s.frv., eigum við innflytjendur margt sameiginlegt, óháð því hvaðan við komum.

e) Þegar um réttindamál innflytjenda er að ræða, þá þurfum við reyna að setja megináherslu á þann innflytjendahóp sem hefur minnst réttindi. A.m.k. verðum við alltaf að taka tillit til þessa hóps Annars eiga málefni innflytjenda á hættu að falla í poltíska gryfju “divide and conquer”, þar sem minnihlutahópar berjast hver við annan.

f) “Þátttaka” er alltaf lykilorðið í innflytjendamálum. Þetta er gagnkvæmt hugtak. Íslenska samfélagið á sífellt að hvetja innflytjendur til að taka þátt í samfélagsmálum og innflytjendur eiga að krefjast þess að samfélagið heyri rödd þeirra. Innflytjendur eiga að vera með þegar unnið er að innflytjendamálum. Það er ekki nægilegt að Íslendingar gera eitthvað fyrir innflytjendur, heldur eiga innflytjendur starfa með Íslendingaum, þetta er samstarfsverkefni og hagsmunamál okkar allra!

g) Einhvers konar skrifstofa “umboðsmanns innflytjenda” verður bráðnauðsynleg í náinni framtið. Umboðsmaðurinn verður að vera sjálfstætt embætti og hafa umboð til að tala við beint við stjórnvöld á jafnréttisgrundvelli.

h) Við skulum ekki gleyma því að skyndileg fjölgun erlendra verkmanna um þessar mundirir veldur gríðarlegu vinnuálagi á þjónustuaðila fyrir útlendinga, eins og Útlendingastofnun, Þjóðskrá, Alþjóðahús, túlka, skóla, íslenskukennslu og svo framvegis. Við þurfum að skilja það skýrt að þetta vinnuálag hefur áhrif ekki aðeins á nýkomna innflytjendur heldur alla þjónustuþiggjendur. Ef íslenska ríkið er búið að ákveða að opna dyrnar fyrir EES borgara, verður ríkið að búa til stærra og ánægilegri móttöku sem allra fyrst.

Hugmyndirnar eru endalausar en látum þetta vera nóg að sinni.

Kærar þakkir.

(Prestur Innflytjenda)

css.php