Ræða á fundi Femínistafélagsins: “Útópía og jafnrétti”

Komið þið sæl, kæru félagar, feministar. Mér finnst gaman að fá tækifæri til að vera hér í dag og ég þakka ykkur fyrir það.

Í okkar nútíma samfélagi höfum við gjarnan að leiðarljósi, meðvitað eða ómeðvitað, tvær kennisetningar. Önnur kennisetningin er sú að við séum öll jöfn. Hin kennisetningin er sú að við séum öll ólík; að hvert og eitt okkar sé einstakt. Það má kannski segja að þessar tvær staðhæfingar séu að miklu leyti grunnur samfélagsfræða okkar í dag, eins og t.d. hugtaksins um mannréttindi.

Að mínu mati byggir hugtakið um útópíu fyrst og fremst á hugmyndinni um jöfnuð mannkyns. Hins vegar er mjög svipað hugtak og útópíu, þ.e.a.s. himnaríki, nátengd hugmyndinni um hversu mjög við erum ólík og einstök. Ég kem aftur að himnaríki í lokin.

Hvað er útópía? Eins og við vitum þýðir orðið “útópía” “hvergi” á Latnesku. Það vísar til fullkomins heims sem er hvergi til. Thomas More, hugmyndarfræðingur í Renaissance-hreyfingu á 16 öld bjó til þetta orð. Útópía er ekki bara draumur. Útópía er byggður á gagnrýni á raunveruleika samfélagsins.

Til þess að gagnrýna það samfélag sem við búum í þurfum við að eiga til okkar eigin skilning á samfélaginu. Að mínu mati er þetta atriði mjög mikilvægt. Með því að skilja útópíu einhvers mans, getum við um leið skilið hvernig hann viðukennir skort og galla núverandi samfélags, og hvernig hann metur samfélagið.

T.d. er ein af forsendum femínisma sú að viðurkenna þá staðreynd að núverandi samfélag einkennist af yfirbyggingu karlaveldis.. Með þessari viðurkenningu er hægt að byggja margs konar gagnrýni á samfélagið og móta tillögur til breytingar og umbóta. Femínismi gefur okkur þannig heildarmynd af nútíma samfélagi og mótar um leið ákveðna feminíska-útópíu.

Ég er ekki sérfræðingur í femínisma, en mér skilst að hugmynd “main stream” femínisma sé að þróa og móta hugmyndir um jafnrétti fyrir ýmsa minnihlutahópa í samfélaginu líka. Í allri umræðu um jafnrétti, hljótum við að þurfa að skoða líka útópíumyndir annarra minnihlutahópa, eins og t.d. fatlaðs fólks, samkynhneigðra innflytjenda o.fl. Á vissan hátt er hægt að finna samhljóm margra ólíkra minnihlutahópa um jafnrétti, en um leið hlóta þessir minnihlutahópar að sjá samfélagið út frá öðrum forsendum en aðrir, og um leið búa til annars konar útópíur.

Hvers konar jafnréttismál eru til í heiminum í dag, og hvers kyns útópíur? Auðvitað sjáum við ótal jafnréttismál á ótal forsendum, þar á meðal milli hvítra manna og “óhvítra”manna, milli kristinna-þjóða og múslímaþjóða, milli “Norðurs” og “Suðurs”. Þessi mál eru stór politísk mál, þau eru jafnréttismál.

Eins og femínismi er tæki til að berjast gegn óréttlæti í samfélaginu, eru minnihlutahópar um víða veröld búin að smíða sér sín eigin hugmyndatæki í baráttunni gegn valdníðslu. Ég tek dæmi úr kirkjulegu umhverfi, t.d. fæddist “guðfræði svartra” (theology of black) í svertingjahreyfingum í Bandaríkjunum, “guðfræði frelsisins” (“liberation theology”) fæddist í samfélagsbaráttu fátæks fólks í Suður-Ameríku og “guðfræði fólksins” (theology of the people) fæddist í í lýðræðisbaráttu í Suðurkóreu. Allar þessar hreyfingar smíða sér hugmyndafræðileg tæki til að sundurgreina samfélag sitt og heiminn okkar. Sérhvert þessara tækja gefur okkur ákveðna heildarmynd um heimin, eins og hann lítur út frá sjónarhorni þessara hópa.

Hvers vegna minnist ég á þetta á fundi Feminista? Jú, þegar við hugsum um framtíðarsýn femínista, er mér hugleikið mikilvægi þess að við viðurkennum tilvist annarra heimsmynda og útópíumynda. Útópíumynd er ekki aðeins ein, þær eru mýmargar. Marxismi gerði mistök í þessu. Við skulum læra af reynslu þeirra. Markisimi sá heiminn í samband milli kapitalista og verkamanna og fullyrði að þetta væri eina rétta heimsmyndin. Því miður reyndist markisismi að vera kúgnarkerfi sjálfur með því að fara fram hjá öðruvísi skilningi á heiminum og neyða fólk til þess að halda aðeins í markistaheimsmynd.

Fémnistar eru ólíkir, þótt þeiri eigi að vera jafnir. Féminsiti getur verið ung stelpa, Afríkubúi, fatlaður, samkynhneigður, milli, fátækur, sjálfstæðismaður eða jafnvel einstæður faðir. Sérhver femínisti getur verið með aðra útópíumynd fyrir utan femínista-útópíuna. Þetta má ekki gleymast. Ég hlustaði á Margaretu Winberg hér um daginn og mér fannst áhugavert í þessu samhengi að hún skilgreindi femínisma sem tæki til að sundurgreina uppbyggingu samfélags og skilja hana, en ekki sem endanlega hugmyndafræði.

Þegar við söfnum saman mörgum útópíumyndum frá mismunandi fólki og skörum þær allar undir skært sólskin, þá munum við sjá útópíumynd sem fullnægir öllum jarðarbúum.

Hér vil ég sérstaklega nefna tvö atriði:

Þegar við skoðum heildarmyndirnar yfir þau samfélög sem jafnréttishreyfingar mála fyrir okkur, þá verðum við að viðukenna þær allar sem heild. Við megum ekki skera myndirnar í sundur til þess að sjá ekki þann hluta sem okkur langar ekki til að sjá. T.d. þegar ég sé heildarmynd samfélags eftir suma femínista, þá eru karlmenn þeir sem kúga konur og njóta þess að vera karlkyn í karlaveldinu. Í þessari mynd af heiminum stend ég sjálfur á meðal þeirra sem kúga kvenréttindi. Ég get ekki sem karlmaður afsalað mér ábyrgð með því að segja “hey, ég er orðinn femínisti, ég tek ekki þátt í karlaveldinu!”. Jafnvel þótt að karlmenn segist vera femínistar þá geta þeir ekki flúið ábyrgð sína á karlaveldinu. Málið er ekki hvort við sem einstaklingar séum með góða samviksu eða slæma, heldur hvort við viðurkennum uppbyggingu samfélagsins og það óréttlæti sem þar er að finna.

Sömuleiðis þegar við skoðum heimsmynd eftir óhvítamenn, munu flestir Íslendigar verða að viðurkenna sjálfa sig sem kúgendur. Þetta er ekki vegna þess að Ísland hafi endilega sjálft tekið þátt í allri kúgun rasista, , heldur vegna þess að Ísland er mjög greinilegur hluti hins hvíta valdakerfis í heiminum. Ef við skoðum mynd um samband milli Norðurs og Suðurs, er Japan, heimaland mitt, bersýnilega kúgandi . Við megum ekki að vera hrædd við að viðurkenna slíkt. Af því að þessir heimsmyndir eru ekki endanlegur dómur á tilveru okkar. Þær er til þess að teikna betri útópíumyndir. Við getum ekki borið ábyrgð á að við fæddumst sem karlmenn, konur, Íslendingar eða Japanir, en við verðum að bera ábyrgð á ákvörðun okkar um framtíðarsýn samfélagsins.

En við þurfum einnig að passa okkur á því að blanda ekki ólíkum útópíumyndum kæruleysislega saman. Nýlega voru stofnuð Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Í undirbúningi samtakanna spunnust ýmsar umræður sem vörðuðu bæði kvennamál og innflytjendamál. Þar heyrdist til dæmis sú skoðun að á Íslandi sitja íslenskir karlmenn efst í valdakerfinu, síðan íslenskar konur í öðru sæti, þar fyrir neðan koma innflytjendakarlmenn og svo koma innflytjendakonur allra neðst Ég er ekki viss um að slíkar fullyrðingar standist í raunveruleikanum. Mér sýnist þetta vera dæmi um að hvernig hægt er að klippa til hluta fémistamyndarinnar og hluta innflytjendamyndarinnar, og sjóða þær svo saman í eina mynd sem hentar. Slíkt er vitsmunaleg vanræksla og einnig hættulegt því að það getur auðveldlega búið til aðra neikvæða staðalmynd. Að mínu mati er nauðsynlegt að skoða samfélagsmál sem 100 % femínistamynd og 100 % innflytjendamynd, og að endingu sundurgreina aðstæður innflytjendakvenna.

Að lokum langar mig til að segja ykkur frá útópíumynd sem ég á sem prestur. Í byrjun ræðuminnar sagði ég að útópía væri líkt og himnaríki. Munurinn er hins vegar, að útópía fjallar um samfélagsleg mál á meðan himnríki endurspeglar oft einstakar óskir okkar sem einstaklingar. “Mig langar til að hitta pabbi minn aftur sem dó þegar ég var ungur” eða “Ég vil frelsast frá þessum sjúkdóm sem ég er búinn að vera með alla mína æfi”. Himnaríki endurspeglar þannig viðbrögð við einstökum aðstæðum hvers og eins einstaklings.

Mér finnst himnaríki vera mikilvægt, því að með því að hugsa um himnaríki veðrur maður að horfa á sjálfan sig og viðurkenna sinn eigin takmörkun, vanmátt eða sársauka. Hugsjón um himnaríkið gefur okkur færi á huggun og hjálpar okkur að finna virði eigin lífs. Ég held að jafnvel þótt útópía myndir rætast á jörðinni, þá myndi hugmyndin um himinaríki ekki hverfa. Samfélag býr til umhverfi svo að maður geti orðið hamingjusamur, en það býr til ekki hamingjuna sjálfa. Politík á ekki að stjórna hamingju hverrar og einnar manneskju. Við getum ekki stjórnað einstakleika mannsins og okkar ólíku kenndum og óskum, jafnvel þótt við eigum öll að vera jöfn.

Mín útópía er sú að hvert og eitt okkar geti verið stólt af sjálfu sér, geti borið virðingu fyrir eigin tilvist og annarra og geti svo farið til himnaríks eftir að hafa lokið lífi sínu hér á jörðinni.

Kærar þakkir.

(Prestur innflytjenda)

css.php