Ræða á Alþjóðlegum baráttudegi gegn rasisma

Komið þið sæl.

Ég vil þakka Alþjóðahúsinu fyrir tækifærið til að fá að halda stutta ræðu hér í kvöld. Ég er hvorki talsmaður allra innflytjenda hérlendis né fulltrúi þeirra, en samt er ég með nokkra hugsjón um málefnið sem einn af íbúum af erlendum uppruna á Íslandi og mig langar til að deila henni með ykkur.

Aðeins eitt atriði bendi ég á áður en ég byrja. Í ræðu minni nota ég orðið “kynþáttafordómar” í víðu samhengi orðsins og ég læt það orð vísa á fordóma og mismunun vegna kynþáttar, litarháttar, tungu, þjóðernis, uppruna og svo framvegis, sem sagt öll neikvæð viðbrögð kringum í “kynþáttafordóma” í þröngri þýðingu.

Kynþáttafordómar eru ljót birtingarmynd mannlegrar framkomu, sama hvort þeir stafa frá einstaklingum eða hópum samfélagsins.

Að mæta kynþáttafordómum er ein leiðinlegasta upplifun mannlífs. Kynþáttafordómar eru að líta á manneskjur eins og þær væru vörur eða gæludýr.

Þess vegna skaða kynþáttafordómar ekki aðeins þolendur þeirra, heldur líka manneðli gerendanna. Við getum flokkað kynþáttafordóma allt frá sterkum fordómum með ofbeldi til dulinna fordóma, en leiðindi sem við skynjum eru þau sömu. Ég hef ekki upplifað sjálfur fordóma með líkamlegri árás hingað til, en ég viðurkenni að ég skynja stundum að ég telst ekki til jafningja jafnvel meðal samstarfsmanna minna og fólks sem ég treysti.

Svona upplifun er bara ólýsanleg leiðindi. Þessi leiðindi eru kannski sambærileg að sumu leyti við reiði eða sorg þegar konur eða fólk með fötlun mætir misrétti aðeins vegna þess að þau eru konur eða fatlaðir. Samt sýnist mér að það sé erfitt að skilja þetta

tilfinningalega áfall okkar fyrir fólki sem hefur aldrei upplifað samsvarandi uppákomu í lífi sínu. Þess vegna vil ég leggja áherslu á að hlusta á þolendur fyrst og fremst þegar fólk fjallar um mál sem varða kynþáttafordóma. Þetta er fyrsti punkturinn sem ég vil benda á í kvöld. Að þessu leyti finnst mér því miður að málsumfjöllun t.d. í fjölmiðlum fari oftast fram aðeins meðal íslenskra sérfræðinga án hlustunar á þolendur fordóma. Þolendur eru manneskjur með tilfinningar sínar og það er ekki hægt að skilja þann hluta án þess að hlusta beint á þá.

Jafnframt er það mjög mikilvægt að tryggja málfrelsi og réttindi útlendinga. Ef einhver þolandi fórdóma talar um reynslu sína í hreinskilni og ef hann fær hótun eða kaldhæðni út af því, mun enginn þora að tala lengur. Kraftur til þess að tryggja málfrelsi útlendinga

er til, að mínu mati, fyrst og fremst meðal Íslendinga sem eru með skynsemi og vilja til að berjast við kynþáttafordóma.

Annað atriði sem ég vil benda á er viðhorf samfélags, sérstaklega viðhorf stjórnvalda til málefnisins. Kynþáttafordómar eru ekki eina málefnið sem er brýnt í íslenska þjóðfélaginu. Það eru til staðar ýmis mál sem við verðum að standa frammi fyrir. Mikið af átaksverkefnum og fyrirhöfn sjást varðandi t.d. málefni um ofbeldi gegn konum eða málefni um fíkniefni. Þjóðfélagið er nú orðið hugrakkara en áður og hikar ekki við að horfast í augu við þessi mál. Mér finnst þetta gott.

Þvert á móti þegar málefni um kynþáttafordóma er að ræða, er viðhorf stjórnvalda eða meirihluta þjóðfélagsins ennþá á því stigi að fólk spyr hvort kynþáttafordómar séu til á Íslandi. Jafnvel þegar þjóðfélagið þarf að játa vandamál eða óréttlæti gegn fólki af

erlendum uppruna, kemur fyrir að það sé fram sett eins og aðinnflytjendur séu rót vandræða og ýmis konar skilyrði og kröfur fyrir dvöl á Íslandi eru sett á axlir innflytjenda sjálfra. Eða, að mínu mati, er sú neikvæð skoðun eins og að “útlendingar séu sök atvinnuleysis Íslendinga” dæmigerð tilfærsla ábyrgðar.

Að sjálfsögðu segi ég ekki að allir Íslendingar séu með slíkt viðhorf. En yfirleitt í þjóðfélaginu, t.d. í nýjum lögum um útlendinga eða reglugerðum,sést þess konar tilhneiging.

Af hverju er það? Af hverju hikar þjóðin við að ræða um kynþáttafordóma á Íslandi?

Af hverju verður þjóðin, sem hefur hugrekki til að fjalla um málefniofbeldis gegn konum eða málefni um fíkniefni, allt í einu huglaus?

Er þetta vegna þess að kynþáttafordómar eru mál milli Íslendinga og útlendinga? Vilja Íslendingar ekki ræða um sína vandamál við útlendinga? Ef svo er, þarf ég að segja að slíkt viðhorf er fordómafullt og jafnframt barnalegt. Þótt Ísland viðurkenni kynþáttafordóma innan þjóðarinnar, þýðir það alls ekki að Ísland sé verri þjóð en aðrar eða að Íslendingar séu slæmt fólk. A.m.k. hugsa ég ekki á þá leið, og einnig trúi ég að flestir útlendingar komist ekki að svo einfaldri niðurstöðu. Það sem okkur langar til berjast við eru kynþáttafodómar í alls konar mynd, en ekki Íslendingar. Því vil ég hvetja stjórnvöld til að hæta að óttast að snerta málefni kynþáttafordóma og að taka málið sterkum tökum.

Síðasta atriðið sem ég vil benda á í kvöld er heimspeki til að lifa á 21. öld (tuttugustu og fyrstu öld). Við getum ekki losnað við kynþáttafordóma aðeins með “plástursmeðferð” eins og að bæta og breyta pínulítið hér og þar. Þetta á að vera hluti af stórum samfélags-endurbyggingum á jákvæðan hátt. Mér finnst rétt að segja að þessi samfélags-endurbygging sé fyrirhöfn til fjölmenningarlegs samfélags. En til þess þurfum við að eiga sameiginleg viðhorf og viðurkenningu á heimsmynd okkar á 21. öld. Hvað er mannkyn á þessari öld? Hvert fer örkin sem heitir jörðin næstu 100 ár(hundrað ár)? Ég tel það algjörlega nauðsynlegt að fá eins konar heimspeki um svona atriði.

Því miður sýnist mér að þar skorti heimspeki meðal þóðarleiðtoga núna og þau þurfi að hugsa lengra fram á veg um hagsmuni þjóðarinnar.

Margir sem eru búnir að fara út í geiminn vitna um fegurð jarðarinnar. Ég heyrði að einn úr áhöfn geimfarsins Columbiu sem sprakk um daginn hafi sent skeyti til að lýsa fegurð jarðarinnar.

Flest okkar geta aðeins skoðað mynd af jörðinni frá geiminum, en hún er báturinn okkar, örkin okkar. Við getum ekki flúið frá henni. Hvað þýðir það þá að búa saman á jörðinni á 21. öld. Eigum við ekki að velta málinu fyrir okkur?

Á jörðinni á mynd frá geimnum sjást engin landamæri. Jörðin án lína til að aðskilja eitt svæði frá öðrum, hún er sönn mynd jarðarinnar. Við erum búin að búa til með ímyndun okkar landamæri, sem voru ekki til upphaflega en við trúum að þau séu til í alvöru. Það varðar ekki aðeins landamæri heldur ýmsan úrgang eins og hugtakið um kynþátt sem er ennþá ríkjandi í huga manna. Svo hugsa ég að við getum ekki sigrað baráttu gegn rasisma án heimspeki 21. aldarinnar sem brýtur tálsýnir manna og misskynjun og leiðir okkur til framtíðar.

Kærar þakkir.

(Prestur innflytjenda)

css.php