Prestur innflytjenda á Íslandi segir kjarna kristinnar trúar felast í því að opna dyrnar fyrir flóttafólki og veita því skjól. Toshiki Toma hefur síðastliðin ár starfað náið með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi en telur nú að áhrifafólk í íslensku samfélagi hafi gefið skotleyfi á þennan viðkvæma hóp. Hann hefur áhyggjur af aukinni hatursorðræðu í þeirra garð.