Muldur gamals innflytjanda

Í vor eru 20 ár liðin frá því að ég flutti hingað til Íslands. Það virðist fara eftir manni sjálfum hvort maður geti aðlagast nýju landi fljótt eða það taki langan tíma. Ég veit ekki sjálfur hversu vel ég er búinn að aðlagast að íslensku lífi. T.d. á ég ekki í svo alvarlegum erfiðleikum með að skrifa íslensku eða lesa, þvert á móti, en ég er ennþá mjög lélegur í að tala á íslensku. Satt að segja á ég ekki lengur von á því að tala prýðilega íslensku frjálslega.

Það er oft bent á, þegar rætt er um líf innflytjenda á Íslandi, að innflytjendur móti lítinn heim með samlöndum sínum og blandist ekki með Íslendingum. Að þessu leyti held ég að það hafi gengið vel hjá mér. Frá um árinu 2000, eftir að ég hafði náð tökum á tungumálinu, hafði ég orðið meiri samskipti við Íslendinga en samlanda mína. Mig langaði að ganga í ,,íslenska samfélagið“. Ég hafði gott samstarfsfólk t.d. í Alþjóðahúsi og á Mannréttindaskrifstofu Íslands, og um leið var það góðir vinir einnig í einkalífi mínu.

Engu að síður er ég búinn að uppgötva nýlega að ég eyði mikið meiri tíma með Japönum en Íslendingum núna, ef marka má frítíma minn. Íslenskir vinir voru horfnir á meðan ég var óvitandi um það og skyndilega sit ég í miðju ,,Little Tokyo“! Að sjálfsögðu er þar ákveðin ástæða á baki, eins og jarðskjálftinn í fyrra í Japan og ýmis starfsemi vegna hans, fyrir hvers vegna ég hef verið mikið með Japönum þessa daga.

En það er ekki allt. Sannleikurinn er sá að mér finnst þægilegt að vera með öðrum Japönum. Auðvitað er þar ekket tungumálsvesen og við eigum sameiginlegan grunn sem samlandar. Auk þessa meta Japanir aldursmun mikið og yngra fólk sýnir virðingu fyrir sér eldri. Flestir Japanir hérlendis eru talsvert yngri en ég og ég er nátturlega eins konar ,,Gamli góði“ með lengri reynslu og meiri þekkingu en aðrir Japanir. Jú, manni líður vel í slíkum aðstæðum.

Menn segja að freistni djöfuls sé sætt. En gildra lífsins hlýtur að vera skreytt með þægindum. ,,やばい!Yabai“! (Hættulegt!) Ég á ekki að sitja í slíkum þægindum lengi. Geri ég það, verð ég búinn. Líklega gildir þetta um ykkur líka sem eruð ekki innflytjendur. Þegar við vorum ung völdum við harðari leið til að fara fremur en auðveldari, af því að við vissum að við næðum ekki til drauma okkar ef við myndum kjósa auðveldari leið. En hvað um þegar við erum búin að fá lítinn bita draumsins og smakka nokkur þægindi? Ómeðvitað gætum við byrjað að kjósa auðveldari leið. En þá dveljum við líklegast á sama stað og förum ekki áfram lengur.

Fyrir 20 árum flutti ég til Íslands til að lifa lífi mínu að fullu hér, en ekki til að fela mig í litlu Japan á Íslandi. Nú er tími kominn fyrir mig að kveðja ,,Little Tokyo“ og reyna að fara aftur í íslenska samfélagið. Að sjálfsögðu ætla ég ekki að forðast samlanda mína. Þeir eiga jú að vera mikilvægur hluti af ,,íslenska lífi“ mínu.

Mér finnst aðlögun ekki vera auðvelt verkefni. Og raunar varðar aðlögun ekki einungis fyrirhöfn mína, heldur líka móttöku Íslendinga í kringum mig. Kæru Íslendingar, viljið þið vera svo væn að verða að vínum mínum?

(Prestur innflytjenda; 11. maí 2012 Trú.is)

css.php