Minkum fórdóma, aukum samskipti!

21. mars sunnudagur er alþjóðlegur dagur gegn rasisma, og Alþjóðahús heldur þessa helgi og næsta daga sem “gegn rasisma viku” með ýmsar athafnir eins og samkomu eða málstofu. Í tilefni af þessu langar mig til að hugleiða um kynþáttafordóma á Íslandi dálitið og einnig að reyna að benda á praktísk atriði nokkur sem gæti hjálpað okkur að auka jákvæð samskipti milli Íslendinga og fólks af erlendum uppruna.

Eru fódómar vaxandi á Íslandi?

“Eru fordómar ríkjandi á Íslandi?” Það er talsveldir margir sem svara fyrir þessari spurningu eins og “Nei, nei. Ég held það ekki”. Það er kannski vegna þess að fólk misskilur stndum að kynþáttafordómar birtist aðeins á afmarkaðan hátt eins og að kasta steinum gagnvart útlendingum eða að íkvekja íbúðir þeirra. En slík eru ein af birtingarmyndum fordóma og þeir eru reyndar mjög mismunandi. T.d. geta fordómar settir í lagakerfinu eða þeir birtast oft sem “duldir” og ósýnilegir fordómar.

Aftur á móti geta útlendingar misskilið ákveðna hegðun Íslendinga sé fordómarfull framkoma, þótt hún eigi ekki við fordóma. T.d. þegar Íslendingar byrja að syngja í boði lög sem allir íslendingar þekkja, mun útlendingum sem þekkja ekki lögin líða eins og þeir væru útilokað. Þetta getur verið tillitsleysi en kannski ofmikið að nefna það fordóma eða mismunun. Sem sagt er nokkur framkoma manna í eins konar gláru svæði milli saklausrar tilitsleysi og fordóma. Svona misskilningur eða tilitsleysi getur átt sér stað víða í daglegu lífi okkar í þjóðfélginu. Mér finnst mikilvægt að reyna að leysa slíkan misskilning sem mest í baráttuni gegn “harðari” kynþáttafordómum, þar sem ég trúi að örfáir eru með ákveðna fordóma. Langfrestir manna eru hins vegar með ómeðvitaða fordóma eða tillitsleysi, sem útlendigar geta misskilið að vera fordómar. Að þessu leyti mun fordómafræðsla virka vel og ég vil hvetja sem flesti að njóta hennar t.d. hjá Alþjóðahúsinu.

En fyrir utan fordómafræðslu geta nokkr einföld en praktísk atriði að leiðarljósi hjálpað okkur til að dýpka skilning á fordómum og auka jákvæð samskipti milli Íslendinga og útlendinga. Þau eru mjög auðveld að íðka.

Nokkrir praktískir punktar fyrir góð samskipti

Mig langar til að sýna fram nokkur praktísk atriði fyrir jákvæð samskipti við fólk af erlendum uppruna. Þau eru ekki úr akademískri fordómafræði, heldur punktar sem ég lærði sjálfur úr reynslu eigin minni og í starfi mínu sem innflytjendaprestur. Hér segi ég einfaldlega “Íslendinga” eða “útlendinga”, en að sjálfsögðu eru það margir Íslendingar af erlendum uppruna og þeir geta tilheyrt frekar útlendingum í eftirfarandi samhengi.

  1. Ekki óttast við að tala við útlendinga. Notið skynsemi.
    Við höfum mikið sameiginlega sem manneskjur.
  2. Ekki grínast um erlent nafn.
  3. Ekki grínast um hvernig útlendingar tala íslensku með því að herma eftir því.
  4. Ekki grínast um trúmál útlendinga.
    Íslendingar vita hve mikið þeir mega grínast um kirkju, en eru ekki með dómgreind um þetta atriði varðandi önnur trúarbrögð.
  5. Sumir útlendingar eru viðkvæmir í samhengi við kynferðislegt atriði.
  6. Fylgiðst með kurteisi milli kynjanna.
    Asíuskt fólk er ekki vant jafnvel koss sem heilsa.
  7. Virðing fyrir eldra fólk er oftast mikilvægt meðal Asíu- og Afríkabúa.
  8. Viðkomandi einstaklingur gæti verið lítið kunnur í íslesnkum siðvenjum eða lífshættum.
  9. Þótt árekstur eigi sér stað, ekki tengja ástæðuna strax við “menningarmun” eða “trúarbrögð”.
  10. Manneskja sem er fyrir augum ykkar er meiri “raunveruleiki” en upplýsingu um heimaland hennar eða trúarbrögð, sem þið eruð með.
    Manneskja er fyrst og fremst maneskja, en ekki staðalmynd hvorki þjóðar hennar né trúarbragða sem hún aðhyllast.
  11. Við útlendingar erum jafniningjar ykkar, bara við erum í minihlutahóp.
    Að fá gagnrýni á sanngjarnan hátt er einnig mikivæg réttindi okkar.
  12. Ekki vera ofviðkvæm að tala um málefni innflytjenda vegna ótta að segja eitthvað villt eða ófullkomið.
    Við öll gerum svona, en lærum betur stig af stigi. Fordómalaus heimur mun vera í tómi ef umburðarlyndi og fyrirgefningu skortir þar.

Lokaorð

Fordómar og mismunur sem fyrgir þeim eru alls ekki gamanmál. Ef maður mismunir fólki vegna fordóma sínna meðvitað, er slíkt ljót gerð. Ef maður gerir sama ómeðvitað, er það sorglegt. Þolendur særast allavega, en gerendur skaða eigin virðleika sinn sem manneskjur líka með því. En við megum ekki gleyma að við getum unnið með málið með því að losa við tillitsleysi og misskilning sem getur þróaðst í fordóma. Barátta gegn rasisma er ekki aðeins stór barátta í þjóðarstigi, heldur er líka unnin í daglegu lífi hvers og eins einstaklings. Ég óska að smágrein þessi verði umhugsunarefni ykkar jefnvel lítið.

(Prestur innflytjenda, 18. mars 2004 Mbl.)

css.php