Málþing Fræðsla gegn fordómum – Jafnan er hálfsögð saga ef einn segir – “Einstaklingar, fordómar og mismunun”

Komið þið sæl og til hamingju með daginn. Ég heiti Toshiki Toma og ég starfa í þjóðkirkjunni sem prestur innflytjenda.

Í erindi mínu í dag, langar mig til að leggja áherslu á hvernig við getum barist við fordóma og mismunun í daglegu lífi hvers og eins okkar. Ég skoða málefni fordóma eða mismununar sem prestur daglega og sjónarmið mitt frá prestsþjónustu getur verið svolítið öðruvísi en fræðimanna. Mig langar til að hugleiða fordóma og mismunun í kringum okkur sjálf og óska að erindið geti veitt ykkur eitthvað til umhugsunar.

Ég tel að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa þekkingu um fordóma og mismunun, hvernig þau birtast og hvernig þau læðast í huga okkar og framkomu. Til þess að bæta við hlutum sem ég get ekki útskýrt almennilega núna, bjó ég til ljósrit af gömlum erindum mínum. Mér þykir vænt um ef þau nýtast ykkur líka.

Þá förum beint í nokkur atriði til að berjast við fordóma og mismunun.

1. Í fyrsta lagi finnst mér mikilvægt að við höldum jafnvægi milli þess sem við lærum af reynslu í lífinu okkar og raunveruleika sem birtist fyrir augum okkar daglega. Reynsluleg þekking leikur mjög mikilvægt hlutverk í lífinu okkar. Við þekkjum af beinni reynslu okkar eða óbeinni reynslu t.d. að það eru oft margir drukknir menn og slagsmál í miðbæ um helgar. Þess vegna gerum við ágiskun: “Það getur verið hættulegt að stíga í miðbæ seint á föstudagskvöldin og ég ætla að forðast það”. Þetta er forvarnarverk okkar sjálfra femur en fordómar, þó að við dæmum eitthvað fyrirfram.

Einnig þekkjum við af eigin reynslu okkar um hvernig útlit mans eins og hárstíll eða föt getur verið “tákn” þess að hvers konar maður viðkomandi er. Skrílar eða “skinheads” vilja gjarnan klæðst í “staðalmyndar tísku” til þess að sýna fram að þeir eru múgar eða rasistar. Að dæma mann frá útliti manns er jú fordómar, en það er óhjákvæmilegt fyrir okkur að nota slíkt sem forvarnarkerfi að nokkru leyti. Þannig erum við að draga línu í kringum lífið okkar daglega jafnvel ómeðvitað, sem aðgreinir skynsamlegt forvarnarverk og neikvæðar fordómar.

Aftur á móti getur það líka gerst að maður sem lítur út fyrir að vera skríll eða rasisti reynist ekki vera slíkur í beinum samskiptum við okkur. Þá verðum við að leiðrétta neikvæðu ágiskunina sem við gerðum vegna útlits viðkomandi. Og þetta langar mig til að kalla “jafnvægi milli reynslulegrar þekkingar og raunveruleika”. Satt að segja varðar slík ágiskun ekki eingöngu forvarnarverk, heldur margs konar hugsjónarverk okkar í daglegu lífi. Við byggum upp lífið okkar á “ágiskunum” sem geta verið fordómar að mörgu leyti.

Ég viðurkenni annars vegar að husjónarverk okkar og fordómar skarast að nokkru leyti, en hins vegar finnst mér það vera í lagi ef þetta jafnvægi til þess að leiðrétta dóm og ágiskun virkar almennilega.

En þegar trú á reynslulega þekkingu er of sterk, virkar þessa jafnvægi ekki almennilega og maður getur afneitað raunveruleika sem stendur fyrir framan mann. Ég sá nýlega sænska stutta mynd sem fjallaði um rasista í Svíþjóð. Í henni sagðist ungur rasisti skynja mesta andúð gegn tyrknesku fólki þegar hann sá tyrkneskt fólk keyrir Mercedes bíl í bæ. Vinkona hans sagði unga rasistanum að tyrkneska fólkið vann mikið til þess að kaupa Mercedes fyrir sig. Þá neitaði hann því strax og sagði: “Nei, það misnotar velferðarkerfið í Svísjóð og stelur peningum okkar”. Augljóst var að strákinn skorti á jafnvægi í hugsjónarkerfi sínu.

Mér finnst sams konar vandræði sjást í samkynhneigðrahatri eða trúleysingjafobíu hjá sumu trúuðu fólki. Í þessu tilfelli er málið ójafnvægi milli trúarlegrar hugmyndafræði og daglegs raunveruleika. Meðal sumra trúaðra stjórnar trúarleg “skynsemi” of mikið og viðhorf úr raunveruleika í kringum sig, sem varpar spurningum eins og : “Er samkynhneigt fólk ekki með sama mannkosti og aðrir?”, “Að vera trúarður eða ekki hefur ekkert samband við hvort maður sé góður eða vondur?”, týnist alveg.

Þess vegna er nauðsynlegt að halda jafnvægi milli þessara tveggja, annars vegar reynslulegrar þekkingar eða hugmyndafræðilegrar forsendu, og hins vegar raunveruleika í kringum sig.
En stundum tökum við því ekki að okkur vantar jafnvægi og festumst í fordómum, því ég held að það sé ávallt mikilvægt að við bendum hvert öðru á þegar við erum farin á villu leið.

2. Annað atriði sem nýtist í baráttu við fordóma og mismunun er að brjóta niður neikvæða staðalmynd eða að leyfa ekki slíkri staðalmynd að mótast. Það hefur oft verið umræðuefni undanfarin ár að fjölmiðlar töluðu hátt um þjóðerni fólks þegar glæpur var um að ræða. Nú sýnist mér að fjölmiðlarnir passa sig betur en áður svo að birting þjóðernis megi ekki móta neikvæða mynd af ákveðið fólk af erlendum uppruna. Þetta er kannski eitt jákvætt skref í baráttunni okkar gegn fordómum. Að benda á neikvæða staðalmynd í samfélaginu borgar sig.

Mig langar til að benda ykkur á eitt samt. Við getum tekið þátt í viðhaldi mismununar eða í mótun neikvæðrar staðalmyndar ómeðvitað. Dæmi slíks er t.d. að fólk af erlendum uppruna fær sér vinnu með lægri vinnukjör en aðrir. Fyrir margt fólk er betra að fá vinnu jafnvel undir ósanngjörnum vinnukjörum en ekkert. Því getur það mjög erfitt fyrir fólkið sjálft að tala hátt og skýrt um það. Þetta er skiljanlegt. Þá verður einhver annar að tala um málið fyrir hönd fólksins. Það er samfélagsleg samstaða. Annars væri það sama og að taka þátt í viðhaldi mismununar á óbeinan hátt.

Annað dæmi er þetta. Nú skal ég segja frá eigin reynslu minni. Ég er prestur og að sjálfsögðu tek ég þátt í messu sjálfur. En ég er svokallaður sérþjónustuprestur og því ég er ekki bundinn við ákveðinn söfnuð. Mér finnst gaman að taka þátt í messu jafnvel sem meðhjálpari. En ég passa alltaf svo að ég taki það hlutverk ekki of oft. Hvernig litur það út fyrir augum kirkjugesta ef ég þjóna alltaf sem meðhjálpari í messu með íslenskum sóknarpresti? Það getur valdið staðalmynd eins og asískur prestur væri jú enginn annar en bara meðhjálpari. Að þessu leyti, verð ég að passa mig þó að mér sé sama persónulega að taka hlutverk meðhjálpara að mér.

Nefnilega þurfum við að athuga það hvers konar áhrif getur framkoma okkar haft á aðra líka. Við megum ekki taka þátt í mótun neikvæðrar staðalmyndar að öllu leyti.

3. Þriðja atriði er nátengt við staðalmynd sem ég var búinn að segja frá, en það er um alhæfingu. Fordómafull alhæfing er að sjá mismunandi menn og hluti í rauninni eins og þeir væru eins. Alhæfing er að algilda dóm sem passar aðeins tilteknum manni eða hlutum yfir alla aðra í sama hóp eða stétt. Gerum við það án þess að athuga hvort það sé rétt eða rangt, verði það ekkert annað en að ýta staðalmynd á aðra. Svo við verðum að fara varlega þegar við gerum nokkra alhæfingu. Orð eins og “allir eru…” þarf að vera athugað vel þegar það er notað, en við verðum að hugsa vel jafnvel þegar beint orð eins og “allir” birtist ekki fyrir augum okkar.

Tökum dæmi úr umfjöllunum í Morgunblaði þessa daga. Eftir að fjármálakreppan gerðist, sáust eftirfarandi umfjallanir í Morgunblaðinu. 16. október “Var rekin úr búð í Danmörku”: segir frá slæma reynslu íslenskrar stelpu í Kaupmannahöfn vegna þess að hún var íslensk. 22. október “Íslendingaregla hjá dönsku símafyrirtæki”: segir frá mismunun í afgreiðslu sem íslensk stelpa mætti vegna þess að hún var íslensk. Og 14. nóvember “Danir vildu ekki bjarga Íslendingi”: segir frá slæma reynslu íslensks sjómanns sem lentist í slys og þurfti að fá hjálp í Danmörk.

Eftir því sem ég gat skilið með umfjallanirnar efast ég ekki um að nokkrir Íslendingar mættu óviðunandi fordómum og mismunun í Danmörku. Og mér finnst það rétt að benda á slíka óréttlæti þegar slík gerðist hvar það sem er í Danmörku eða í öðrum löndum. En hve mörgum Dönum finnst slík mismunun vera í lagi? Er það stefna danska ríkisins að halda í fordómum gegn Íslendingum og mismuna okkur? Ég er með stórt spurningarmerki um það. Hvað liggir við bak þessara umfjallananna? Mér sýnist að þær gefi í skyn að ALLIR Danir séu vondar við Íslendinga. Og jafnframt sýnist mér, hvað sem tilgangurinn var í raun, að umfjallanirnar vöktu andúð Íslendinga gagnvart Dönum fremur en að þær mótmæltu óréttlæti sem Íslendinga mættu í Danmörku. Sams konar tilraun sást einnig meðal ummæla stjórnmálamanna þó að þeir væru kannski með ástæðu þess.

En við almenningur, ég held, skulum velta því fyrir okkur hvort við séum ekki á leiðinni að móta fordóma gegn Dönum, Breta, Hollendingum og fleirum. Nú finnst mér við standa nákvæmlega fyrir framan línu sem aðgreinir hvort við höldum í dómsgreind okkar og forðast óþarfa fordóma gegn nágrannaþjóðum eða hvort við krjúpum undir tilfinningarfulla alhæfingu um þær þjóðir og um leið leyfum við fordómum að ganga í þjóðfélaginu.
Ég óska þess að við pælum í þessu máli vel á eftir.

4. Í fjórða og síðasta lagi skulum við reyna alltaf að blanda ekki eigin geðþótta okkar, eins og t.d. hvort okkur líkar einhverja manneskju eða ekki, við dóm hvort eitthvað sé rétt eða rangt hjá viðkomandi manneskju. Þetta virðist að vera sjálfsagt mál, en mjög oft finnst mér erfitt fyrir okkur að fylgja þessari reglu í raun.

Sem manneskja getur sérhvert okkar ekki flúið þá staðreynd að okkur erum illa við einhvern án sérstaka ástæðu. Á ensku nefnum við slíkt “bad chemistry” en alla vega þýðir það að maður passar ekki öðrum manni vel tilfinningalega. Svona “bad chemistry” er alls ekki eftirsóknarvert en við þurfum að viðurkenna að það gerist.

Stærra mál er, að mínu mati, að við skulum ekki láta þennan geðþótta hafa áhrif á dómsgreind okkar um hvort eitthvað sé rétt eða rangt.

Segjum að ég er á vinnustað og ég er ekki hrifinn af tilteknum manni frá Bandaríkjunum. Tvenns konar saga getur verið til staðar þarna.
A) Ég kann ekki vel við þennan mann, sem heitir t.d. George. Í þessu tilfelli á andúð mín gegn George að vera aðskilin skýrt hvort mér líki við aðra Bandaríska menn eða ekki. Einnig er það algjör bull ef ég hef andúð gegn Bandaríkjunum almennt vegna George. Málið er þar milli tveggja einstaklinga og þjóðerni eða annað hefur ekkert samband við málið.

B) Ég er með andúð á staðalmynd Bandaríkjanna. Því kann ég ekki vel við Geoge. Í þessu tilfelli er ég með fordóma gegn George og ég nota George sem skotmerki andúðar minnar. Persónuleiki hans George hefur ekkert samband við málið.

Í báðum tilfellum telst það mikilvægt að ég aðgreini sjálfur hvað er það sem ég kann ekki vel við í sambandi milli okkar George.

Og einnig telst það mikilvægt að ég aðgreini tilfinningu mína gegn George frá dóm mínum um George í því tilfelli eins og t.d. hann gerir mistök í vinnunni. Ef ég misnota tækifæri til að saka hann um meira en hann ber ábyrgð í raun til þess að gera árás á hann, er það ég sem á að skammast sín.

En mér sýnist slík rugling um eigin geðþótta og réttlætisdóm eiga sér stað oft í kringum okkur. Það er fólk sem gerir of mikið læti þegar Pólverji veldur bílslýsi eða þegar Lithái lendist í glæpamáli. Mig grunar hvað liggur bak við slíka framkomu? Og jafnframt hugsa ég að sérhvert okkar á að endurskoða framkomu okkar sjálfra og hugarfar.

Mig langar til að bæta fáu orði sem lokaorði. Ýmis konar skoðun og umræða getur verið haldin varðandi fordóma og mismunun. En það er einkenni fordóma og mismununar, sem virðist vera sígildi allan tíma og allar staðar. Það er að gerendur fordóma og mismunar hugsa varla um málið, en þolendur skynja þau mjög viðkvæmt. Gerendurnir gleyma málinu fljótt, en þolendurnir aldrei. Þess vega byrjar öll barátta gegn fordómum og mismunun með því að hlusta á þolendurna.

Kærar þakkir.

(Prestur innflytjenda)

css.php