Má Ísland verða sú fyrsta?

Virtur prófessor guðfræðideildar við HÍ, dr. Einar Sigurbjörnsson, birti skoðun sína í Mbl. 21. febrúar sl. Þar fjallaði hann um málefni samkynhneigðra. Það var margt lærdómsríkt í greininni, engu að síður sýnist  mér að hann sé þar að blanda saman óskyldum málum í umræðu sinni.

  1. Skilningurinn sem lagt er í hugtakið hjón hefur vissulega tekið breytingum í sögunni, líkt og  mikilvægi þess ,,að eignast afkomendur“. Hugmyndir manna eru ávallt háðar tíma og rúmi – líka sumar kristnar hugmyndir en kjarni þeirra er yfir það hafin og óbreytanlegur. Dr. Einar útskýrir því miður ekki mikilvægasta atriðið: af hverju má ekki skilningur kristninnar á hugtakinu hjón breytast og þróast? Þetta er mál um kennisetningu kirkjunnar.
  2. Við þurfum að ígrunda og ræða mjög ítarlega tæknifrjóvganir. Mér sýnist þó í þessu tilfelli vera um það að setja upp hindranir fyrir ákveðin þjóðfélagshóp, sem hefur verið viðurkenndur að mörgu leyti í samfélaginu á síðustu áratugum, til þess að nýta sér nútímatækni til barneigna. Tæknifrjóvganir og fleiri skyld mál eins og líffæraflutningar snúast líka um hvernig mannkynið nýtir vísindalegan árangur í samræmi við almenna siðfræði og mannréttindi og að því á kirkjan erindi í umræðuna. Margt af því sem áður þótti  “óeðlilegt” af því að það var ekki í samræmi við viðtekin náttúrulögmál, þykir nú eðlilegt og sjálfsagt. Við getum ekki stöðvað hina vísindalegu tækniframfarir, heldur aðeins haft stjórn á þeim, og á meðan almenningur nýtur árangursins, eru enginn rök sem hníga að því að samkynhneigðir megi ekki vera í þeim hópi.
  3. Ég deili ekki áhyggjum Dr. Einars og er honum ósammála um að Ísland verði einangrað í lagaumhverfi nágrannaþjóðanna verði frumvarp það sem nú liggur fyrir alþingi samþykkt. Af hverju má Ísland ekki verða  fyrsta þjóðin sem viðurkennir samkynt hjónaband? Við búum á Íslandi við betri aðstæður en margir og umhverfi þar sem þekking manna og skilningur er víðtækur og vilji er til að gera breytingar. Af hverju megum við nota það?

Er Ísland ekki sú fyrsta þjóð sem valdi konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum í heiminum? Er Ísland ekki sú fyrsta þjóð sem viðurkenndi opinberlega sjálfstæði Litháen?

Að breyta íslenskum lögum á þennan hátt er ekki jafn óvenjulegt að mínu mati og sumir virðast álíta en er vissulega að bregðast við kalli tímans og í anda kjarna kristinnar trúar. Nú þegar er að finna í lögum víðs vegar um heiminn mismunandi skilning á hugtakinu hjón í lögum víðs, en samt er hægt að finna málamiðlun (t.d. á milli fjölkvæni og einkvæni).

Tæknileg útfærsla mun að sjálfsögðu fylgja í kjölfar lagabreytingarinnar en hún er ekki aðalatriði í málinu, þvert á móti. Íslendingar munu væntanlega fyllast stolti að verða ”sú fyrsta” eftir nokkur ár þegar aðrar þjóðir fara að fylgja í fótsporin. Þetta atriði er mál í lagaumhverfi.

Ofangreind atriði er einstakt mál hvert fyrir sig. Við skulum gæta þess að flækja umræðuna ekki að óþörfu með því að blanda þeim öllum saman svo úr verður stundum einn hrærigrautur.

(Prestur innflytjenda, 6. mars 2006 Mbl.)

css.php