Lögmál Guðs ríkis

,,Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni er byggði hús sitt á bjargi. Nú skall á steypiregn, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi en það féll eigi því það var grundvallað á bjargi.
En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni er byggði hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll og fall þess var mikið.“ (Matt. 7:24-27)

Líking Jesú um hús á sandi ýtir harkalega við hjarta okkar um þessar mundir. Við getum ekki neitað því að við vorum að vissu leyti heimski maðurinn sem byggði hús sitt á sandi.  Fölsk velgengni sem átti litlar rætur sínar í efnahagslegum grundvelli var velgengni sem hvarf eftir að storm í heimsfjármálamarkaði barði heiminn.

Að sjálfsögðu talar Jesús hér um það hvort við hustum á orð hans og fylgjum þeim eða ekki. Hann talar ekki um fjármálastefnu þjóðarinnar eða efnahagslega uppbyggingu. Ef einhver segir að kreppur eins og þessar eru vegna vantrúar þjóðarinnar okkar, verðum við að telja slíkt vera órökkstuddar hleypadómar og hafna því. En samt sýnist mér að það sé nokkurt samband hér á milli, annars vegar þjóðaraðstæðna Íslendinga og hins vegar dæmisögu Jesú um húsbyggingu.Hver örsök fylgir afleiðingu.

Í hagfræði lærum við t.d. um “lögmál” hins frjálsarmarkaðar – verð er ákveðið í samræmi við framboð og eftirspurn. Ef eftirspurn er meiri en framboð, hækkar verðið. Ef eftirspurn er minni en öflun, lækkar verðið. Þetta er mjög einfalt dæmi jafnvel barnalegt. En grunnramminn er sami í allarhagfræði og aðalpunkturinn er að finna út “lögmálin” sem ríkja örsök og afleiðingu eins og að “afturkippur fylgir ofmikillinni þenslu oft” eða “lántaka sem er meiri en greiðsluhæfi er áhætta”. Það má segja að þjóðin hafi ekki hlustað á lögmál hagfræðinnar eða talið þau vera á sínu valdi. Afleiðingin er skýr alla vega fyrir augum okkar.

Í raunvísindum virðast lögmálin skýr í samanburði við félagsvísindi. Epli fellur frá tré á jörð og ís breytist í vatn eftir bráðnun. Við mankynið erum búin að læra mikið um raunvísindaleg lögmál og einnig um nýtingu þeirra. Menn tóku eftir því að það var erfitt að breyta lögmálum og því það var snjallast að gera ráða fyrir þeim. Menn sigla yfir hafið og fljúga í loftinu, skoða allt frá inni í frumerindarheiminum og til hins ytri geimsins. Í dag virðist mannkynið stjórna lögmálunum en staðreyndin er sú að mannkynið lærði hvernig það lýtur lögmálunum og nýta. Mannkynið lærði að hlusta á lögmálin, ekki að hunsa þau.

,,Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni er byggði hús sitt á bjargi“.
Þessi orð eru lokaorð Jesú í fjallræðunni. Því vísa “þessi orð mín” í setningunni til allrar ræðu Jesú á fjallinu. En í fjallræðunni stendur, eins og við þekkjum vel, huggun og kenning saman eins og:
Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki”, “Elskið óvini yðar” eða “Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekkja”.

Ef við sjáum fjallræðuna aðeins sem siðferðilegar kenningar, þá lendum við í vandræðum, þar sem við getum ekki elskað óvini okkar alltaf. Það sem er okkur líklega mögulegt er að reyna að elska óvini sem mest þegar við erum sérstaklega í góðu skapi!

Þannig ef við erum spurð hvort við hlýðum fjallræðunni bókstaflega eða ekki, þá munum við ekki eiga annan kost en að svara : “við reynum það, en getum það ekki nema að hluta”. Þá erum við eins og sá heimski maður sem byggir hús sitt á sandi, þar sem við getum ekki fylgt orðum Jesú til fullnustu.

En meinar Jesús það í raun? Það er ekki rétt að telja Jesú eiga við með dæmisögunni eins og þeir sem fylgja kenningum verði blessaðir og þeim sem ekki fylgja verði refsað. Ef aðalatriðið væri svona blessunar- refsingarmál, myndi merking líkingarinnar sem Jesús notaði “húsbyggingu” hverfa. Hér á Jesús ekki við ákveðnar athafnir okkar og dómar sem fylgja þeim. Heldur talar Jesús um viðhorf okkar til lífs og trúar.

Húsbygging er langt ferli. Hún byrjar með því að velja lóð, taka tillitis til landfræðilegra skilyrða: hvort lóðin sé sandur eða bjarg, hvort hún sé nálægt á eða ekki, undir fjalli eða í túni og fleira, þar sem náttúrleg og jarðafræðileg skilyrði skipta máli. Það tekur langan tíma og nokkrar vangaveltur byggjanda. Því maður sem hyggst að byggja hús verður að þekkja ótalmargt sem húsbyggingu varðar. Annars rís ekki treyst hús.

Sem sagt maður verður að þekkja um lögmál húsbyggingar og hið sama má segja um uppbyggingu lífs okkar.  Ef við viljum byggja upp líf okkar með öryggu lagi, þá þurfum við að þekkja hver lögmál lífsins eru. Ef við erum fákunnug um þau eða hunsum, þá munum við þurfa að gjalda þess með einhverjum hætti.

Jesús kennir okkur lögmál Guðs ríkisins, reglur um hvernig Guð stjórnar heiminum sínum, svo að við megum byggja upp líf okkar, svo að við lifum lífi okkar í samræmi við vilja Guðs. Og fjallræðan er jú samnefnari lögmála Guðs ríksins. “Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki”, “Elskið óvini yðar”. Þessi orð geta ekki verið skilin aðeins úti frá siðferðislegu sjónarhorni. Þessi orð verða að vera skilin með trú.

Lögmálin í Guðs ríkinu og reglur þess eru ekki til að binda frelsa okkar eða þrengja möguleika lífs okkar. Þau eru þvert á móti til þess að við uppgötvum nýjan möguleika og dýpri merkingu lífsins. Eins og mannkynið nýtir heiminn með því að læra lögmál raunvísinda, þurfum við að læra um lögmál Guðs ríkisins betur svo að við getum notið lífsins á jörð og á himni sem best. Jesús býður okkur til þess.

Ætlar þú að velja lóð á sandi eða á bjargi til að byggja þitt eigið hús? Það er þitt að velja.

(Prestur innflytjenda; 20. sept. 2009 Trú.is)

 

css.php