Lofsverð tilraun Borgarskjalasafns í innflytjendamálum!

Borgarbúar af erlendum uppruna eru fjölmargir og setja lit sinn á Reykjavík. Á vetrarhátíð Reykjavíkurborgar kynntist ég af mjög ánægjulegu og áhugaverðu verkefni hjá Borgarskjalasafnið. Safnið varðveitir einkaskjalasöfn jafnt sem opinber en gögnum sem safnað er í fyrrnefnda hópnum er ætlað að varpa frekara ljósi á daglegt líf fólks í borginni og þar er því leitað eftir sendibréfum, dagbókum, ritgerðum og myndum. Borgarskjalasafn leitar nú sérstaklega eftir gögnum um borgarbúa af erlendum uppruna til varðveislu.

Að sögn Vals Freys Steinarssonar, deildarstjóra safnsins eru 350 einkaskjalasöfn nú varðveitt í Borgarskjalasafninu en ekkert þeirra varðar innflytjanda. Þá virðist slíkum gögnum hvergi vera safnað annars staðar saman á skipulegan hátt á landinu. Valur Freyr sagði að ástæða þess að Borgarskjalasafn vildi safna slíkum gögnum væri að endurspegla Reykjavík á hverjum tíma. ,,Það er enginn borg án íbúa og innflytjendur eru jú líka mikilvægir íbúar í borginni.”

Þetta verkefni og hugmyndin á bak við hana birtist mér eins og fagnaðarerindi. Ég hjartanlega sammála hugmyndasmiðunum og vil þakka safninu fyrir hana. Mig langar til að bæta nokkrum atriðum til þess að benda á mikilvægi þessa verkefnis:

  • Að fá rými í Borgarskjalasafni er tákn um að innflytjendur sé borgarbúar rétt eins og aðrir Reykvíkingar og því mikilvæg jafnréttisviðurkenning. Mér finnst einnig skemmtilegt að skjalasafn skuli vera svo framsýnt að varðveita sögu fortíðar á þennan hátt. Það ber merki um sterka framtíðarsýn.
  • Enginn nútímainnflytjenda er kannski merkilegur í sögu Íslands en fyrstu landnemarnir eru það vissulega. Þeir voru innflytjendur. Fyrir framtíðarsögu Íslendinga eiga nútímainnflytjendur hins vegar ef til vill eftir að vera áhugaverðir og það er fagnaðarefni að gögn um þá, um hvernig alþýðan bjó og upplifði landið, skuli vera skráð og geymd.
  • Borgarskjalasafnið vill einnig geyma gögn frá heimalöndum innflytjenda. Þetta er merkilegt, því mér hefur fundist að almennt hafi Íslendingar varla áhuga á því hvernig innflytjendur hafi lifað lífi sínu áður en þeir komu til landsins. En að sjálfssögðu fæddumst við ekki í gær. Sérhver okkar á sína sögu en oftast eigum við engan til þess að deilda henni með.

Mér finnst þetta verkefni hjá Borgarskjalasafninu lofsvert og óska þess innilega að það gangi vel. Ég vona að sem flestir innflytjenda styðji verkefnið með því láta safninu gögn í té. Það sem verður geymt í safninu hefur ekki aðeins gildi fyrir Íslendinga af erlendum uppruna og þá sem þá sem fæddust hér, það verður jú hluti af sögu Reykjavíkur og Íslands um alla tíð og dýrmætt fyrir vikið. Að varðveita einstaklingsskjalasöfn er mjög gott verk og það sýnir að samfélagið metur hvern og einn einstakling mikils. Að minu mati er það sönn dýrmæt hefð í íslesnka samfélaginu. Þessi hefð sýnir okkur að fólk skiptir máli.

(Prestur innflytjenda, 14. mars 2007 Blaðið)

css.php