Sprettur hamingja
úr hjörtum jarðarbarna?
Eða drýpur hún niður
úr lind á himninum?
Þetta stutta og einfalda ljóð bjó ég til fyrir nokkrum árum: Í góðu veðri, með sumarsólinni, byrjar fólk að brosa og koma út úr húsum sínum, allir líta út fyrir að vera hamingjusamir.
Á þeim tíma þegar ég skrifaði niður uppkastið, var eldur í bænum og faðir samstarfskonu minnar hafði lenst í honum og brennst mikið. Hann þurfti að dvelja í gjörgæslu margar vikur eftir slysið. Samstarfskona mín var lengi niðurdregin og með mikla áhyggju að sjálfsögðu.
Eftir að ég frétti þetta, varð ég með einskonar samviskubiti. Ég sá samfélag sem var hamingjusamt í sólskinu. En í sama samfélaginu bjó, samtímis, fólk sem mætti sorg og erfiðaleikum.
Blessaði heimurinn minn var raunar aðeins takmarkaður, litill heimur kringum í mig sjálfan. Mér leið eins og ég væri heimskur maður og algjör “ego-centric” og ég hætti að vinna með ljóðið þegar það var enn uppkast. Það var óklárað og skilið eftir margar vikur.
Svona atriði – hamingjusamt samfélag og sorg/óréttlæti – er alls ekki nýtt umhugsunarefni fyrir okkur. Við vitum það víst að heimurinn okkar er alltaf blöndun af gleði og sorg, hamingju og óhamingju. Samt þýðir það ekki endilega að við lifum lífi okkar “í“ þessari staðreynd heimsins.
Oftast er það ekki þannig að við lifum lífi okkar sem er aðskilið frá sorg annarra eða óréttlæti í samfélaginu? A.m.k. verð ég að játa það um mig sjálfan.
Varðandi ljóðið, þá hugsaði ég málið lengi og tilfinningalegu viðbrögðin mín – samviskubitið – voru farin. Og ég kom í þeirri niðurstöðu að ég gæti leyft mér að halda áfram með ljóðið. Þegar ég var búinn að skoða málið frá öllum hliðum komst ég því : að maður getur ekki stjórnað öllu sem gerist í heiminum okkar.
Ef maður verður að bíða að njóta sinnar eigin hamingju sinnar þangað til hver og einn í heiminum verður hamingjusamur, þá fær maður aldrei tækifæri til þess njóta hamingju sinnar. Að hugsa að maður geti borið alla erfiðaleika annarra á herðum sínum er jú yfirlæti manns.
Ég held að við megum njóta hamingjusamrar stundar sem við mætum, jafnvel stundum, í lífi sínu. Hún er náð Guðs, og hvernig getum við án hennar haldið áfram framtíð okkar í von og hugrekki?
Blessaði heimurinn okkar er litill og takmarkaður og hann er brosandi ekki endilega til allra jarðarbúa. Við skulum ekki gleyma því. En vegna þess litla blessaða heims getum við staðfest virði hamingjusama lífsins og haldið áfram viðleitni okkar við að þróa það sem víðast meðal okkar manna.
Er það ekki satt?