Málefni útlendinga hafa verið mikið til umræðu í þjóðfélaginu undanfarin misseri. Í þeirri umræðu hefur séra Toshiki Toma, prestur innflytjenda, tekið virkan þátt og lagt sín lóð á vogarskálarnar. DV ræddi við Toshiki um uppvöxtinn í Japan, komuna til Íslands og hvernig málefni útlendinga hafa þróast síðan hann kom hingað fyrir 27 árum.