Hjörtu úr gulli

Landsmót Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar sem var haldið um helgina 28. október til 30. tókst rosalega vel með 500 unglingum. Landsmótið var með yfirskriftina ,,Hjörtu úr gulli“, en hvaðan komu þessi orð?

Á mótinu var Japan mikið í fókus. Unglingar tóku þátt í ýmsum hópastarfum sem tengd voru japanskri menningu eins og t.d. ,,Sushi“, ,,Manga(teiknamyndum)“ eða ,,Japanskri tísku“. Markmiðið var söfnun fyrir japönskum börnum sem eiga í erfiðleikum vegna jarðskjálftanna og flóðbylgnanna í mars sl. en unga fólkið safnaði dósum og kallaði eftir samskotum í bænum.

1.120 börn yngri 20 ára misstu annað foreldri eða bæði, og helmingur þeirra eru 7 til 15 ára í aldri. Mikið fleiri þjást af áfallastreituröskun. Tvennt blasir við í aðstæðum barna í hamfarasvæðunum: í fyrsta lagi börnin vantar mannleg samskipti til að komast yfir slæma reynslu sína. Og í öðru lagi vantar það búnað í skóla og skóladót til að skólalíf barna falli í eðlilegt horf.

Mörg samtök í Japan veita aðstoð til hamfarasvæðanna að sjálfsögðu, en þörfin er mikil. Eitt þeirra samtaka heita ,,Hjörtu úr gulli“ og þau hjálpa börnum einmitt í ofangreindum atriðum. Peningar sem unglingar í ÆSKÞ safna eiga að fara til Nobiru-grunnskólanns, sem er í miðju hamfarasvæðanna, gegnum hjálpasamtökin ,,Hjörtu úr gulli“.

Ég tók þátt í hluta landsmótsins ásamt nokkrum samlöndum mínum. Ég var hissa, satt að segja, í fræðslustund í byrjun um hvers vegna við hjálpum öðrum í neyð, þar sem allir hlustuðu á fyrirlesarann virkilega vel án þess að spjalla sín á milli eða vera með læti. Og síðan í frjálsri stund urðu þeir aftur kraftmiklir unglingar með brosandi andlit.

Það er hluti af því að vera almennileg manneskja að hugsa til fólks í neyð. Engu að síður gleymist þetta oft í hversdagslífi okkar, eða það er hunsað virkilega. Því finnst mér stórkostlegt að unglingar í ÆSKÞ sýndu frumkvæði í að taka söfnun til barna í Japan að sér og fræðast um málið.

Ég vona að söfnunin verði tækifæri líka til að móta mannleg samskipti milli unglinga á Íslandi og japanskra barna og eftir mótið þróist þau þannig að japönsk börn komi í heimsókn til Íslands og öfugt.

Sem japanskur einstaklingur hérlendis langar mig að þakka ÆSKÞ og unglingunum fyrir hlýju hugmyndina þeirra og framtakið. Þeir verða leiðtogar íslensku þjóðarinnar í framtíðinni. Ég óska innilega þess að þeir verði leiðtogar með ,,hjörtu úr gulli“. Þá verður framtíð Ísland björt.

(Prestur innflytjenda; 5.nóvember 2011 Mbl.)

css.php