Hvað eru jól? Jólin eru auðvitað stór kristileg hátíð víða um heim. Tvö þúsund árum eftir fæðingu Jesú Krists hafa jólin þróast í mismunandi átt og á fjölbreytlega vegu.
Jólin eru hluti af kirkjuárinu og því skiljum við kirkjunnar fólk þau í samhengi við aðra hluta kirkjuársins líkt og við ævi Jesú sem heild. Því fögnum við þeim sem mikilvægum tíma í trúarlífi okkar. Margir Íslendingar telja þau einnig fjölskylduhátíð og halda upp á þau sem slík.