Í samskiptum við flóttafólk í gegnum starfsemi í kirkjusöfnuðum, hef ég margsinnis heyrt flóttafólk segja: „Ég varð hissa þegar ég lærði þegar ég kom til Evrópu að kristin kirkja hjálpaði flóttamönnum án tillits til þess hvort við værum kristin, múslimar eða annarrar trúar. Ég vissi það ekki. Ég hélt að kirkjan hugsaði eingöngu um sitt fólk. Nú er ég mjög glaður/glöð þegar ég kemst í kirkju. Mér liður vel hér.“
Ég lærði eitt af þessu. Þegar við í kirkjunni reynum að hjálpa fólki í neyð, meðal annars fólki á flótta, sér fólkið ekki hvort við séum góðar manneskjur eða hlýjar, heldur sér það eitthvað stærra gegnum okkur, eitthvað miklu magnaðra sem ýtir okkur áfram og lætur okkur þjóna.