Bréf frá Guði – barnasaga –

Sagan fjallar um vinina Akira, Yuki og Ichiro en þau voru fimm ára og saman í leikskóla.* Dag einn fengu þau bréf frá Guði. Í bréfinu voru eftirfarandi skilaboð: ,,Mamma þín er besta mamman í heiminum!”. Akira, Yuki og Ichiro voru mjög glöð yfir að hafa fengið þessi skilaboð frá Guði. Þau sögðu hátt: ,,Mamma mín er besta mamman í heiminum! Besta mamman er mamma mín!”. Skilaboðin frá Guði veitti þeim mikla hamingju.

Þegar Akira, Yuki og Ichiro urðu tíu ára gömul uppgötvuðu þau að Guð hafði sent sama bréfið til fleiri barna. Akira og Yuki hugsaðu: ,,Mamma mín virðist ekki vera EINA besta mamman í heiminum. Mömmur annarra barna eru líka góðar!”. En Ichiro var ekki sáttur við þá hugmynd og sagði: ,,Nei, það stóð að mamma mín er sú besta! Það þýðir að mamma mín, ekki hans eða hennar, er besta mamman!”. Börnin elskuðu mömmu sína mest.

Þegar þau urðu 15 ára varð Akira dálítið vonsvikinn með mömmu sína. Hann bar saman mömmu sína og aðrar mæður kringum í sig og hugsaði: ,,Mamma er alls ekki sú besta … hún gefur mér ekki tölvuleik eins og mamma hans Ichiro … mamma mín er ekki eins falleg og mamma Kenji … mamma mín er alls ekki fræg í samfélaginu …”

Akira sagði Yuki frá þessu. Yuki svaraði honum: ,,Æ, vertu ekki að bulla Akira!! Manstu ekki að Guð sendi þér bréf og sagði að mamma þín er sú besta í heiminum! Guð á ekki við að hvaða móðir sé ríkust eða gefur dýrustu hlutina.”  Þá sagði Akira: ,,Hvor er þá betri – mamma mín eða mamma þín?”. ,,Þetta er ekki samkeppni,” svaraði Yuki. ,,Mamma þín er sú besta fyrir þig og mín fyrir mig!”

En Ichiro var ekki sáttur við samtalið. ,,Nei, mamma mín er betri en mamma Akira eða Yuki. Guð sagði mér það. Það stendur í bréfinu.”

Tuttugu ár liðu. Akira, Yuki og Ichiro voru orðin fullorðin. Akira var nýbúinn að eignast sitt fyrsta barn. Foreldrahlutverkið fékk hann til að hugsa um bréfið sem hann fékk frá Guði um bestu mömmuna í heiminum. Nú fannst honum að engin önnur nema eiginkona hans gæti verið besta mamman í heiminum. Sömuleiðis að hann væri besti pabbi í heiminum þótt hann væri ekki ríkastur eða sterkasti pabbinn í bænum. Akira skammaðist sín að hafa efast um orð Guðs, að mamma hans hafi verið besta mamma í heiminunm. Guð hafði haft rétt fyrir sér.

Yuki var barnlaus. Satt að segja hafði það komið í ljós að hún myndi ekki geta eignast börn. Einnig hafði móðir hennar nýlega látist. Í hvert skipti þegar Yuki sá barnið hans Akira þótti henni leitt að hún myndi aldrei eignast barn sem fengi bréf frá Guði. Yuki hugsaði mikið um hvort bréfið sem hún fékk frá Guði þegar hún var fimm ára hefði einhverja merkingu fyrir sig, en hún var nú á sama aldri og móðir hennar var þegar hún var fimm ára.

Yuki elskaði mömmu sína mest af öllum og hún vissi að hún var sú besta fyrir sig. En mamma hennar var dáin og Yuki átti engin börn. Orðin ,,mamma þín er sú besta” virtust nú vera orðin tóm. En Yuki trúði því að orðin hefðu enn merkingu fyrir sig þar sem hún skynjaði að Guð og kærleikur hans var meiri en hefði komið fram í bréfinu. Yuki geymdi þá sannfæringu í brjósti sínu.

Ichiro trúði enn á orð Guðs um að mamma sín væri besta mamman í heiminum. Hann var búinn að eignast sitt eigið barn eins og Akira. En þar sem hann trúði orðum Guðs bókstaflega sagði hann barninu frá orðum og bréfi Guðs, að amma þeirra væri besta amma í heimi en ekkert um móður þess.

Þannig lifa Akira, Yuki og Ichiro lífi sínu enn í dag.

* Ég kýs að nota japönsk nöfn svo að enginn taki þessa sögu persónulega. Akira og Ichiro eru drengir og Yuki er stúlka.

(Prestur innflytjenda, 26. september 2007 Tohiki.blog.is)

css.php