Biðtími

Við lifum á dögum aldar þar sem okkur finnst erfitt að ,,bíða“. Fyrir því eru tvær ástæður, tölvuheimurinn sem er að hluta til gerviheimur en þar sem samskiptin fara fram á rauntíma og hins vegar raunheimurinn þar sem samskipti fara líka fram á rauntíma en taka lengri tíma. Það tekur t.d. stuttan tíma að panta vöru hvaðan sem er úr heiminum í gegnum tölvuna en biðtíminn í raunveruleikanum, í rauntíma, eftir vörunni getur tekið marga daga, því það þarf að flytja vöruna frá einum stað til annars (þó að þetta sé mikils styttara miðað við fyrir árum). Það er þessi ,,biðtími“ sem fer sífellt meira í taugarnar á fólki og það á erfiðara að sætta sig við. Þessi biðtími verður óæskilegur og neikvæður.

Í þessum um breytingum á hraða okkar daglega lífs og rytma verðum við sífellt óþolinmóðari og biðlund okkar verður minni. Ef við ætlum t.d. að kaupa ákveðna vöru í búð en hún reynist uppseld þá er líklegra en ekki að við forum í aðra búð til þess að fá vöruna, jafnvel þótt hún sé okkur ekki lífsnauðsynleg, í stað þess að bíða eftir að varan komi í fyrstu búðina. Og hvað t.d. ef við myndum við í raun gera ef við yrðum alltaf að sigla til þess að komast til Kaupmannahafnar í stað þess að geta flogið? Myndum við geta þolað að þurfa eyða þeim tíma sem það tæki að sigla á móti þeim tíma sem tæki okkur venjulega að fljúga?

Að sjálfsögðu er ekki oft hægt að nýta biðtímann. Á flugvellinum Kastrup í Kaupmannahöfn sést margt fólk sem bíður eftir tengiflugi sínu og virðist hið þolinmóðasta.  Margir nota tímann til að borða og drekka á veitingarstöðunum, en jafn margir nota hann fyrir lestur eða vinnu við fartölvur sínar. Ef biðtími er óhjákvæmilegur, ,,þá er rétt að nota hann á skapandi hátt!“ Umhverfið okkar stefnir að svara fyrir þessa kröfu okkar og reynir að tengja alla staði með netinu og gsm-kerfinu. Fyrir suma er biðtími nefnilega ekkert annað en mein eða spilling.

En er það í alvöru bara neikvætt og óvirkt að ,,bíða“?  Það er víst jákvæð hugmynd okkar manna að vera ætíð ,,skapandi“  með því að minnka þann tíma í lífi okkar þar sem við erum aðgerðarlaus.En það er ekki hið sama og að biðtími hafi enga jákvæða þýðingu fyrir okkur. Það er eins og kyrrðarstund sem hefur virkari þýðingu fyrir okkur en aðgerðarlaus stund. Biðtími er tækifæri til að spá í því hvað við getum gert og hvað ekki, hvað er breytlegt og hvað er ekki, hvort við skulum þola þann biðtíma eða ekki. Þegar við getum gert ekkert annað en að bíða, hugsum við um okkur sjálf og pæla. Biðtími er nefnilega  tækifæri fyrir okkur til að finna okkur sjálfum stað til að vera í stóru samhengi tilvistar okkar og lífsins.

Líf kristinna manna stendur á ósk og sífelldri eftirvæntingu sem er ,,marana ta“ (Drottinn vor, kom þú). Hver dagur lífsins okkar sem erum í trúnni á Jesú Krist er í biðtíma í þessu samhengi. ,,Marana ta“ er ekki mál sem varðar aðeins aðventu, heldur varðar það alla ævi okkar, frá fæðingu til dauða, eða jafnvel lengur en ævi okkar. Þótt við séum dáin, eigum við okkur enn von á ,,marana ta“. Það er alls ekki vonlaust von, þar sem þegar við vonumst eftir komu Drottins, það er það tryggt í trúinni okkar.

Stundum er biðtíminn langur, eins og þegar við bíðum eftir endurkomu Jesú. Við getum ekki pantað endurkomu hans með hraðsendingu á netinu. Að bíða er hluti af trúarlífi okkar. Sama má segja um ýmis mikilvæg atriði í lífinu okkar. Þeir sem kljást við erfiðan sjúkdóm, þeir sem iðrast í fangelsi, fólk sem eiga von á barni og svo framvegis. Biðtími birtist í mismunandi aðstæðum í lífinu okkar. Biðtími er einnig þýðingarmikill. Eigum við ekki að þora að kjósa að bíða ef mikilvægt atriði í lífinu okkar er að ræða og það er nauðsynlegt að bíða?Kom þú, Drottinn vor.

(Prestur innflytjenda, 6. júní 2009 Trú.is)

css.php