Bann við hjónaskilnaði presta

Síðustu daga hef ég tengst nokkrum gömlum vinum mínum á Facebook. Þetta eru allt vinir mínir úr prestaskóla sem ég var í þegar ég bjó í Japan. Skólinn, Japan Evengelcal Lutheran Seminary, var þar ásamt Japan Lutheran Theological College. Prestaskólinn var„sérskóli“, en JLTC var venjulegur skóli þar sem sérstakt velferðarskor var einnig til staðar.

Þegar ég var í skólanum var strákur að læra um velferðarmál, en birtist nú sem prestur á fésbókinni. Kirkjan hans er ekki lúthersk heldur tilheyrir annarri mótmælandakirkjudeild. Við spjölluðum á fésbókinni og skiptumst á fréttum, en m.a. sagði ég honum að ég hefði skilið við konuna mína fyrir um 13 árum. Þá sagði hann dálítið athyglisvert.

,,Í minni kirkju, verður prestur að hætta að vera prestur ef hann skilur við maka sinn. Reglan kveður skýrt á um það“. Hann sagði mér einnig að annar prestur, sem var í annarri kirkjudeild en hans, móðgaðist þegar hann sagði frá þessu og hvarf úr fésbókar -vinalistanum hans.
Vinur minn hélt áfram;„Það eru einnig reglur eins og það má hvorki drekka né reykja, ekki spila fjárhættuspil, það má ekki einu sinni kaupa lottó. Mér fannst á þessum vini mínum að hann virtist ekki ánægður með þessar reglur sjálfur.

Í móðurkirkju minni, Japan Evangelical Lutheran Church, er slík regla ekki til sem bannar presti að skilja við maka sinn. Hins vegar þekki ég dæmi nálægt mér um fráskilinn prest, sem hann tapaði trausti fólks í söfnaði sínum eftir hjónaskilnað sinn.„Hvernig kennir maður öðrum um trú, sem getur ekki einu sinni verndað fjölskyldu sína?“ Slíkt viðhorf er enn til staðar meðal kristins fólks í Japan.

Mér sýnist a.m.k. að ég standi ekki á sama grunni og kirkja vinar míns hvað sem varðar viðhorf til mannlífsins. Jafnvel þó að við séum að vissu leyti sama grunni er samt fjarlægð á milli okkar. Ég veit ekki hver guðfræðilegur grunnur reglunnar um bann við skilnaði presta er, en það er ekki svo erfitt að giska á að það sé tengt annað hvort bókstaflegum skilningi á Biblíunni eða viðhorfum eins og að prestar eiga að vera til fyrirmyndar að öllu leyti.

Ég mun segja vini mínum að í kirkjunni minni hér á Íslandi þjóni margir prestar sem þekkja hjónaskilnað af eigin reynslu sinni. Og sem tengdu efni skal ég koma því á framfæri að við getum núna gift samkynhneigt fólk og að ég sé nýbúinn að njóta þessara forréttinda með gleði. Ef fólk í söfnuði vinar míns væru fésbókar- vinir mínir ætli þeir myndu ekki hverfa af listanum eftir klukktíma? (Myndi ég sakna þeirra?)

Kirkja er ekki eins. Kristið fólk er ekki heldur eins. Við eigum ekki að gleyma þessari staðreynd þegar við tölum um kirkju eða kristið fólk. Fjölbreytileikinn birtist líka í kirkjunni og fólki í henni.

(Prestur innflytjenda; 22. ágúst 2012 Trú.is)

css.php