Ákvörðun, áhætta og sinn eigin kross

Í síðasta mánuði voru tveir Japanir fórnarlömb hins grimma ofbeldis samtaka sem kalla sig Íslamska ríkið. Karlmennirnir tveir voru ekki hermenn að berjast gegn samtökunum heldur óbreyttir borgarar. Ég varð mjög leiður við þessar fréttir eins og margir aðrir í heiminum.

Um þessi voðaverk var vitaskuld mikið fjallað um í japönskum fjölmiðlum og þar heyrðust raddir eins og þessar: „Af hverju voru þessir menn í Sýrlandi þegar utanríkisráðuneyti okkar hafði varað við áhættunni þar og mælt að Japanir flýðu landið. Þeir trufla núna þjóðina mikið.“

Japanskur vinur minn sem er leiðsögumaður á Íslandi vitnaði í þrjá japanska ferðamenn sem voru að tjá sig um málið: „Þeir tóku sjálfir ákvörðun um að fara inn á hættulegt svæði og því er mér sama um örlög þeirra.“ Já, hvað voru mennirnir í raun og veru að gera þarna?

Lesa meira í Trú.is

css.php