“Gervihjónaband” og innflytjendur

Að undanförnu hefur sést í fjölmiðlum umfjöllun um “gervihjónaband” eða “dvalarleyfisgiftingu”. Þetta eru ekki formleg orðasambönd en eiga við hér að erlent fólk gifti sig íslenskum ríkisborgarum til þess að fá dvalaleyfi á Íslandi.

Í umfjöllun leit út eins og fólk af asískum uppruna endurtaki giftingu og skilnað svo að það geti kallað lndsmenn sína hingað til Íslands löglega og lögreglan rannsaki málið. Það voru önnur dæmi tekin til að segja að útlendingar frá svokölluðum “þriðjaheimi” giftu sig íslenskum ríkisborgurum aðeins til þess að komast til Íslands og leita að betri lífskjörum hér.

Mig langar til að benda á þrjú atriði sem ég tel mikilvæg í sambandi við þetta fréttaefni.

1. Hleypidómar og fjölmiðlar

Mér fannst vera yfirleitt mikið af hleypidómum gagnvart útlendingum frá “þriðjaheiminum” í umfjöllunum. Að mínu mati vantaði þar sönnun í málinu aðeins stuðst við ágiskun málsflytjanda. En það sem verra er, gætu fordómar skapst á ný eins og t.d. að fólk frá asíulöndum gifti sig einungis til að flytjast til Íslands. Varðandi konur frá asíulöndum hefur sést nóg af fordómum hingað til eins og að þær væru “keyptar” eða “pantaðar á neti” og ég vil krefjast þess af fjölmiðlum að þeir gæti sín betur í umfjöllun um slík mál. Hvernig liður asísku fólki og einnig Íslendingum sem eiga asíska maka ef þau verða álitin vera í “gervihjónaböndumm” í þjóðfélaginu? Þetta er alls ekki gamanmál.

2. Hvernig skal dæma?

Í umfjöllunum þótti “gervihjónaband” slæmt og var dæmt næstum glæpsamlegt. Getum við slegið því svo auðveldlega fram?

Fyrst og fremst er hjúskapur ekki aðeins eins konar siðvenja manna eða hefð, heldur líka lögfræðilegt hugtak hér á Íslandi. Hjúskapur stofnast samkvæmt ákveðnum lögum. Hann getur verið ógildur ef t.d. svik á hjúskapaskilyrðum koma í ljós síðar. En ógilding er líka framkvæmd samkvæmt lögum. Ef við hugsum um réttindi að lögum eða í samfélagskerfi, sjáum við einnig form eins og skráða sambúð og samvistir samkynhneigðra. Þær eru líkar hjónabandi en samt ekki alveg sama og hjónaband. Annaðhvort er fólk í hjónabandi eða utan hjónabandi, og hjónaband er hjónaband. Það er aðeins ein “tegund” hjúskapar í lögunum.

Hvað hugsum við þá þegar við segjum “gervihjónaband”? Það er um tilgang þess að maður eða kona ganga í hjónaband. Auðvitað höldum við að maður eigi að giftast því að hann elskar einhvern og langar að stofna fjölskyldu. Ef einhver er að gifta sig af öðrum ástæðum en ást, eins og af fjárhagslegum ávinningi eða vegna félagslegra réttinda, munu flest okkar gagnrýna slíka hugmynd eða hegðun. Þetta er mál sem varðar skynsemi okkar eða jafnvel siðferði manna. Ég er opinber vígslumaður sjálfur, svo ekki ætla ég að játa hjúskap sem byggist á einhverju öðru en ástarsambandi.

Engu að síður verðum við að viðurkenna skýrt, að þessi gagnrýni á hjúskap sem byggist ekki á því ást viðkomandi manna sé til staðar aðeins á óhlutbundinni hugmynd okkar. Í raun getum við ekki sagt hverjir eigi sanna ást og hverjir ekki. Auk þess er ástæða manns til þess að ganga í hjonaband oftast flóknari en bara ástarkennd. Ástæðan innifelur í sér líka væntingu til betri framtiðar, fjárhagslega áætlun eða öryggiskennd í samfélagslífi. Mér finnst það alveg skiljanlegt og eðlilegt. Ásetningur okkar er alltaf blöndun ýmissa hugmynda og þess vegna er það afar erfitt að draga línu milli virðuleika og virðingarskorts varðandi hjónaband. Þetta getur verið kynferðisfordómafullt dæmi, en hvað segjum við um stelpu í sérhverri álfasögu sem bíður eftir riddara á hvítum hesti? Er ást hennar sönn eða notar hún bara tækifærið til betra lífs? Málið er ekki eins einfalt og við hugsum yfirborðslega.

3. Opinbert vald og friðhelgi einstaklings

Síðast en ekki síst, og það sem er alvarlegast, hef ég áhyggjur af þeirri hugmynd sem sést á bak við umfjöllun um málefnið, að lögreglan eða einhvert stjórnvald eigi að kanna málið og dæma “gervihjónaband”. Hver getur dæmt hina innri hugmynd manns? Kannski getur stjórnvaldið sett lög og reglur eins og núna, sem kveða á um að nýkominn innflytjandi sem á íslenskan maka öðlist rétt til að sækja um ríkisborgararétt eftir að hjónabandið stenst í þrjú ár. En það er takmörkun háð hve mikið stjórnvaldið getur hamið einkamál hvers einstaklings. Ef opinber stofnun byrjar að dæma hvert hjónaband innflytjenda mun það vera alvarlegt brot á friðhelgi einstaklings. Jafnframt ef stofnun gefur öðruvísi umfjöllun eins og t.d. um veitingu dvalarleyfis til hjóna sem hún telur ábótavant, mun það vera brot á lögunum, þar sem lögin kveða ekki á um slík mál.

Að lokum langar mig til að sýna skýrt fram á skoðun mína einu sinni enn.

Fjölmiðlar þurfa að forðast að halda á lofti hleypadómum í málsumfjöllun.
Við getum ekki dæmt hjónabönd annarra hvort þau séu sönn eða ekki svo auðveldlega.
Við verðum að vera vakandi svo að opinbert vald megi ekki gleyma virðingu á friðhelgi hvers einstaklings.

(Prestur innflytjenda, 28. janúar 2003 Mbl.)

css.php